Magnús Þór Ásmundsson
Magnús Þór Ásmunds­son — Morg­un­blaðið/​Eggert

Rarik, op­in­bert hluta­fé­lag í eigu rík­is­ins, birti árs­reikn­ing í vik­unni.

Þar kem­ur fram að orku­skipt­in og und­ir­bún­ing­ur fyr­ir framtíðina séu framþung verk­efni og muni Rarik standa frammi fyr­ir stór­um fjár­fest­ing­um sem þurfi að fjár­magna bæði úr eig­in rekstri og með auk­inni skuld­setn­ingu.

Gert er ráð fyr­ir tekju­aukn­ingu hjá sam­stæðunni vegna magn­aukn­ing­ar í raf­orku­dreif­ingu en einnig vegna hækk­un­ar verðskrár. Gert er ráð fyr­ir að fjár­fest­ing­ar árs­ins verði um 8,4 millj­arðar króna.