Tap Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliðinu gegn Aston Villa.
Tap Stefán Teit­ur Þórðar­son var í byrj­un­arliðinu gegn Ast­on Villa. — Ljós­mynd/​Prest­on

Stefán Teit­ur Þórðar­son og liðsfé­lag­ar hans í enska B-deild­ar­fé­lag­inu Prest­on eru úr leik í ensku bik­ar­keppn­inni í fót­bolta eft­ir tap gegn Ast­on Villa í átta liða úr­slit­um keppn­inn­ar í Prest­on í gær.

Leikn­um lauk með ör­ugg­um sigri Ast­on Villa, 3:0, þar sem Marcus Rash­ford reynd­ist Prest­on-mönn­um erfiður. Rash­ford skoraði tvö fyrstu mörk­in, á 58. mín­útu og svo aft­ur fimm mín­út­um síðar úr víta­spyrnu, áður en Jacob Rams­ey inn­siglaði sig­ur Ast­on Villa á 71. mín­útu. Stefán Teit­ur var í byrj­un­arliði Prest­on í leikn­um en var skipt af velli á 83. mín­útu.

Omar Marmoush reynd­ist hetja Manchester City þegar liðið heim­sótti Bour­nemouth en hann tryggði City 2:1-sig­ur með marki á 63. mín­útu. Evanil­son kom Bour­nemouth yfir á 21. mín­útu en Erl­ing Haaland jafnaði met­in fyr­ir City á 49. mín­útu.

...