Tónlistarmaðurinn Patrik, kallaður Prettyboitjokko, gaf út nýja lagið Sykurpabbi sl. föstudag. Í viðtali við K100 ræddi hann lagið og tilurð þess og boðskap en í því hvetur hann fólk til að hætta í skóla

Tónlistarmaðurinn Patrik, kallaður Prettyboitjokko, gaf út nýja lagið Sykurpabbi sl. föstudag. Í viðtali við K100 ræddi hann lagið og tilurð þess og boðskap en í því hvetur hann fólk til að hætta í skóla. „Þetta eru mjög heilbrigð skilaboð,“ sagði hann kíminn. Hann lýsti því hvernig lagið og karakter PBT endurspegli ýkta útgáfu af honum sjálfum en hann rifjaði einnig upp viðbrögð við viðtali sínu í Skoðanabræðrum í fyrra. Kærastan hans, Friðþóra, er í þremur störfum og bæði jarðtenging og stundum bremsa í lífi hans.
Nánar um málið á K100.is.