
Trausti Pétursson fæddist 28. apríl 1937. Hann lést 8. mars 2025.
Útför Trausta fór fram 25. mars 2025.
Það er ekki með tár á hvarmi sem ég rita minningarorð um Trausta föðurbróður minn, heldur með gleði og þakklæti fyrir alla skemmtunina á okkar tæplega sextíu ára samleið. Það hefur ekki brugðist að þegar ég hef hugsað til Trausta í gegnum tíðina hef ég byrjað að hristast og á endanum skellt upp úr. Húmorinn hans gat stundum verið til vandræða, eins og t.d. í eldhúsinu hjá ömmu í Blesugrófinni, þá var hann einu sinni sem oftar að herma eftir ónefndri konu og við sátum þar við eldhúsborðið, Trausti, ég, afi og Manni mágur hans. Manni var rétt búinn að setja upp í sig hálfa jólakökusneið og var að fá sér sopa af mjólkinni þegar Trausti byrjar að geifla sig og herma eftir frúnni, þá springur Manni úr hlátri og frussar öllu yfir tengdaföður
...