Trausti Pét­urs­son fædd­ist 28. apríl 1937. Hann lést 8. mars 2025.

Útför Trausta fór fram 25. mars 2025.

Það er ekki með tár á hvarmi sem ég rita minn­ing­ar­orð um Trausta föður­bróður minn, held­ur með gleði og þakk­læti fyr­ir alla skemmt­un­ina á okk­ar tæp­lega sex­tíu ára sam­leið. Það hef­ur ekki brugðist að þegar ég hef hugsað til Trausta í gegn­um tíðina hef ég byrjað að hrist­ast og á end­an­um skellt upp úr. Húm­or­inn hans gat stund­um verið til vand­ræða, eins og t.d. í eld­hús­inu hjá ömmu í Blesu­gróf­inni, þá var hann einu sinni sem oft­ar að herma eft­ir ónefndri konu og við sát­um þar við eld­hús­borðið, Trausti, ég, afi og Manni mág­ur hans. Manni var rétt bú­inn að setja upp í sig hálfa jóla­kökusneið og var að fá sér sopa af mjólk­inni þegar Trausti byrj­ar að geifla sig og herma eft­ir frúnni, þá spring­ur Manni úr hlátri og fruss­ar öllu yfir tengda­föður

...