Ragnar Ingi Aðalsteinsson gaukaði að vísnaþættinum vísu úr hversdagsleikanum: Ljá mér styrk og lífsfögnuð léttu þrautatímann, að ég finni, góði guð, gleraugun og símann. Ingólfur Ómar Ármannsson sendi þættinum einnig línu: „Stundum skýst upp í …
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Ragnar Ingi Aðalsteinsson gaukaði að vísnaþættinum vísu úr hversdagsleikanum:
Ljá mér styrk og lífsfögnuð
léttu þrautatímann,
að ég finni, góði guð,
gleraugun og símann.
Ingólfur Ómar Ármannsson sendi þættinum einnig línu: „Stundum skýst upp í kollinn á manni eitthvað sem tengist fyrri tímum, s.s. gömlum æskubrekum og nota sumir orðið æskusyndir. Oft fæðist skondið vísukorn út frá því.“ Þessum orðum fylgir vísa:
Ama hrindir ólund þver
art í skyndi hlýnar.
Vekja yndi enn hjá mér
æskusyndir mínar.
...