Ragn­ar Ingi Aðal­steins­son gaukaði að vísnaþætt­in­um vísu úr hvers­dags­leik­an­um: Ljá mér styrk og lífs­fögnuð léttu þrauta­tím­ann, að ég finni, góði guð, gler­aug­un og sím­ann. Ingólf­ur Ómar Ármanns­son sendi þætt­in­um einnig línu: „Stund­um skýst upp í …

Pét­ur Blön­dal

p.blon­dal@gmail.com

Ragn­ar Ingi Aðal­steins­son gaukaði að vísnaþætt­in­um vísu úr hvers­dags­leik­an­um:

Ljá mér styrk og lífs­fögnuð

léttu þrauta­tím­ann,

að ég finni, góði guð,

gler­aug­un og sím­ann.

Ingólf­ur Ómar Ármanns­son sendi þætt­in­um einnig línu: „Stund­um skýst upp í koll­inn á manni eitt­hvað sem teng­ist fyrri tím­um, s.s. göml­um æsku­brek­um og nota sum­ir orðið æsku­synd­ir. Oft fæðist skondið vísu­korn út frá því.“ Þess­um orðum fylg­ir vísa:

Ama hrind­ir ólund þver

art í skyndi hlýn­ar.

Vekja yndi enn hjá mér

æsku­synd­ir mín­ar.

...