Arsenal Bukayo Saka varð fyrir meiðslum í læri í desember.
Arsenal Bukayo Saka varð fyr­ir meiðslum í læri í des­em­ber. — Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Enski knatt­spyrnumaður­inn Bukayo Saka er til­bú­inn í slag­inn með Arsenal á ný eft­ir þriggja mánaða fjar­veru vegna meiðsla í læri. Mikel Arteta knatt­spyrnu­stjóri fé­lags­ins greindi frá því í gær að Saka gæti spilað í kvöld þegar Arsenal mæt­ir Ful­ham í 30. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar. Hann hef­ur sam­tals misst af 21 leik liðsins í öll­um mót­um og á þeim tíma hef­ur Arsenal dreg­ist aft­ur úr Li­verpool í bar­átt­unni um enska meist­ara­titil­inn.