Aðal­heiður Þór­orms­dótt­ir fædd­ist 5. mars 1927. Hún lést 17. fe­brú­ar 2025 á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­túni.

For­eldr­ar henn­ar voru Þór­orm­ur Stef­áns­son, f. 23. apríl 1894, d. 5. maí 1981, og Stef­an­ía Indriðadótt­ir, f. 12. maí 1898, d. 7. nóv­em­ber 1959.

Aðal­heiður gift­ist Sig­urði Þ. Ágústs­syni, f. 17. des­em­ber 1928, d. 29.
nóv­em­ber 2012, þann 8. apríl 1951. Börn þeirra eru:

1) Stefán Þór, f. 1951, kvænt­ur Lilju Guðmunds­dótt­ur, f. 1948, þau eiga sam­an tvær dæt­ur. Lilja átti dótt­ur frá fyrra hjóna­bandi: a) Hulda Rós Hilm­ars­dótt­ir, gift Kristjáni Jóns­syni og eiga þau tvö börn, Jón Hilm­ar og Lilju Dís. Jón Hilm­ar er í sam­búð með Kar­in og eiga þau einn son. Lilja Dís er í sam­búð með Ein­ari og á hann eina dótt­ur. b) Aðal­heiður, gift Helga Jökli Hilm­ars­syni og eiga þau tvö börn, Svönu Rós og Hilm­ar. Svana Rós er í sam­búð með Ými. c) Mar­grét, sam­býl­ismaður Stefán G. Stef­áns­son. Mar­grét var áður í sam­búð með Kristjáni Þóris­syni og eiga þau tvær dæt­ur, Thelmu Ósk og Heiðrúnu Líf. Stefán átti fyr­ir tvö börn. Thelma Ósk er í sam­búð með Snæ­birni og á Thelma fimm börn. Heiðrún Líf er í sam­búð með Theó­dór og eiga þau einn son.
2) Ágúst Már, f. 1955, gift­ur Svövu Ásdís Stein­gríms­dótt­ur, f. 1953, þau eiga þrjár dæt­ur: a) Agnes, gift Fann­ari Pál­syni og eiga þau tvo syni, Dag og Sindra. b) Unn­ur Dóra, sam­býl­ismaður henn­ar er Karl Óttar Er­lends­son og eiga þau þrjú börn, Ægi, Hrefnu og Kára. c) Helga Björg, sam­býl­ismaður henn­ar er Sveinn Þor­geirs­son og eiga þau tvær dæt­ur, Vikt­oríu Björgu og Heklu Björgu.

3) Jóna Björg, f. 1957, gift Kristjáni S. Kristjáns­syni, f. 1955, og eiga þau þrjú börn: a) Krist­ín Birna, gift Phil­ip Roug­ht­on eiga þau eina dótt­ur, Karólínu Björgu. Krist­ín Birna á dótt­ur fyr­ir hjóna­band, Heklu Bald­urs­dótt­ur, og er hún í sam­búð með Tiego Mart­ins og eiga þau tvo syni. b) Sig­urður Pét­ur, er í sam­búð með Katrínu Pét­urs­dótt­ur og eiga þau einn son Þór­orm Frosta. Dótt­ir Sig­urðar úr fyrra sam­bandi er Hera Mist. c) Ólaf­ur Birg­ir.
4) Þröst­ur, f. 1962, gift­ur Sig­fríð Sig­urðardótt­ur, f. 1963, og eiga þau fjög­ur börn: a) Sig­urður Hjört­ur, í sam­búð með Þor­björgu Jó­hanns­dótt­ur. Börn Sig­urðar og Heiðrún­ar Villu Ingu­dótt­ur eru Sól­ey Inga og Þröst­ur Leó. b) Aðal­heiður Rán Þrast­ar­dótt­ir er í sam­búð með Péter Szk­lenár. Börn þeirra eru Tara, Eva Júlía og Erik Stefán. c) Sigrún Stella, í sam­búð með Andrew Rich­ard Wall. Son­ur þeirra er Axel Thor. Úr fyrra hjóna­bandi á Sigrún Stella þrjá syni, Dag Mána, Nökkva Frey og Andra Þór Viðars­syni. d) Stefán Tumi, gift­ur Guðrúnu Jóns­dótt­ur. Börn þeirra eru Mía Sól, Erik Snorri og Eyrún Emma.

5) Sig­urður, f. 1965, gift­ur Láru Bæhrenz Þórðardótt­ur, f. 1971, og eiga þau tvö börn: a) Bló­mey. b) Þórður. Börn Sig­urðar úr fyrra sam­bandi með Hrafn­hildi Blön­dal Hrafn­kels­dótt­ur eru: a) Daní­el Þröst­ur, gift­ur Ngö Nhung og eiga þau eina dótt­ur, Rósu. b) Áróra Sif.

Barn Láru úr fyrra sam­bandi er Karólína.

Aðal­heiður var aðallega hús­móðir en vann líka við skúr­ing­ar í versl­un­um og eld­hús­störf hjá VÍS utan heim­il­is í nokk­ur ár.

Útför henn­ar fer fram í Grens­ás­kirkju í dag, 2. apríl 2025, klukk­an 13.

Mamma fædd­ist og ólst upp á Búðum í Fá­skrúðsfirði. Hún átti stór­an systkina­hóp og voru þau í góðu sam­bandi alla tíð. Nokk­ur þeirra flutt­ust til Reykja­vík­ur eins og hún á ár­un­um 1945-52. Sum þeirra bjuggu sam­an í litl­um íbúðum eins og tíðkaðist á þeim árum.

Mamma fór ung sem kaupa­kona norður á Bakka í Keldu­hverfi á Mel­rakka­sléttu, það var mikið ferðalag á þess­um tíma. Síðar varð hún kaupa­kona í Geira­koti í Fló­an­um. Þar kynnt­ist hún pabba. Hann hafði farið með fé­lög­um sín­um á ball í sveit­inni og bauð henni í dans. Það átti eft­ir að vera fyrsti dans­inn af mörg­um. Eft­ir dans­inn sett­ust þau út í móa og hann gaf henni vín­ber, sem voru henni þá ný lífs­reynsla.

Mamma og pabbi eignuðust íbúð á Háa­leit­is­braut­inni og fluttu inn í hana rétt fok­helda árið 1964. Það var oft mikið líf á Háa­leit­is­braut­inni. Gesta­gang­ur að aust­an og sam­gang­ur mik­ill í stiga­gang­in­um. Þarna myndaðist skemmti­legt líf, þar sem all­ir þekktu alla. Þarna var Unn­ur og Sig­ur­hjört­ur á fyrstu, Þóra og Jón þar á móti, Dísa og Bragi í kjall­ar­an­um. Pét­ur Trausta augn­lækn­ir á móti okk­ur og Georg verðlags­stjóri á þriðju. Mamma passaði fyr­ir Georg og fleiri í hús­inu. Svo var gengið á milli með smjörpapp­ír­inn með nýj­asta sniðinu af pilsi eða kjól úr Vogue-blaðinu, beint frá Par­ís. Á Háa­leit­is­braut­inni myndaðist vinátta full­orðinna og barna fyr­ir lífstíð.

Árið 2000 minnkuðu þau við sig og fluttu á Laug­ar­nes­veg í splunku­nýja íbúð. Þar skapaðist sú hefð að við systkin­in kom­um til þeirra einu sinni í viku í há­deg­is­mat. Mamma eldaði þar fyr­ir okk­ur þar til hún varð 92 ára. Þetta breytt­ist þegar covid skall á. Þegar pabbi dó 2012 fór hún að hugsa sér til hreyf­ings og fékk eft­ir nokkra bið íbúð í Mörk­inni árið 2016 og leið henni vel þar.

Mamma var líka ein­stök amma. Hún elskaði börn og þau elskuðu hana. Þetta ein­staka ró­lyndi og hlýi faðmur sem var svo gott að koma í. Hún kenndi þeim sem vildu að prjóna, spila ól­sen-ól­sen, þar sem ekk­ert var gefið eft­ir og margt fleira. Hún átti alltaf eitt­hvað með kaff­inu nýbakað og ef ekki þá var því reddað á staðnum með bakstri á pönns­um með sykri eða vöffl­um og sultu. Það var alltaf til rabarbara­sulta á þeim bæ. Marg­ar minn­ing­ar okk­ar systkina tengj­ast bakstr­in­um, sem við feng­um oft­ar en ekki veiga­mikið hlut­verk í. Við kleinu­bakst­ur­inn gerðum við fjalla­hring úr hveiti, egg­in í miðjuna og svo var þessu öllu blandað sam­an, flatt út með kefli, skorið í ræm­ur og snúið í klein­ur.

Það kom alltaf gleðiglampi í augu mömmu þegar barna­börn­in voru rædd. Hún hafði greini­lega gam­an af því að rifja upp gamla tíma. Ömmu­barn henn­ar og nafna, Heiða Stef­áns, fékk það verk­efni í skól­an­um að taka viðtal við ömmu sína. Þar seg­ir mamma m.a. frá brúðkaupi þeirra pabba. Mamma seg­ir svo frá í þessu skemmti­lega viðtali:

Við gift­um okk­ur heima hjá séra Bjarna Jóns­syni. Við löbbuðum þangað niður eft­ir og það var ekki mik­il veisla. Við fór­um þangað heim og hann kyrjaði yfir okk­ur og kon­an hans söng og spilaði á pí­anó. Við vor­um bara tvö. Í söngn­um rak hann upp skræka tóna, því að eitt­hvað var að hon­um í háls­in­um og hann talaði mjög djúpt en þegar hann söng fór hann mjög hátt upp. Það var mjög hlægi­legt.

Þetta var sama dag­inn og Peta litla syst­ir afa þíns fermd­ist, svo við fór­um frá prest­in­um í Dóm­kirkj­una þar sem Peta var fermd. Svo fór­um við upp á Bergstaðastræti því þar bjó Ágústína syst­ir afa þíns. Þar drukk­um við kaffi með pabba hans og mömmu. Fór­um svo til Óskars bróður því hann var þrítug­ur þenn­an sama dag. Það vissi eng­inn af gift­ing­unni fyrr en við kom­um. Við hringd­um svo í mömmu og pabba og lét­um þau vita, en það var ekki mikið til­stand. Gugga vin­kona mín vissi nú um það að við ætluðum að gifta okk­ur þenn­an dag. Mar­grét og Pét­ur voru vott­arn­ir, en þau þurftu ekk­ert að mæta. Svo fæðist Stefán.

Og börn­in urðu á end­an­um fimm. Af­kom­end­ur mömmu og pabba eru nú orðnir 57. Auk fimm barna eru fædd 16 barna­börn, 28 barna­barna­börn og átta barna­barna­barna­börn.

Mömmu þótti mjög gam­an þegar öll barna­börn­in gátu komið á jól­um og stór­hátíðum. Svo þegar barna­barna­börn­in fóru að koma líka þótti henni það ekki leiðin­legt.

Mamma var listamaður með prjón­ana. Það mátti ganga að því vísu að hvert ný­fætt barn eignaðist sitt lista­verk, peysu, húfu og vett­linga. Hún reyndi að prjóna eitt sett á hvert barna­barna­barn en þau urðu 28 tals­ins. Lík­lega aftraði gigt­in því að henni tæk­ist ætl­un­ar­verkið að fullu. En því­lík lista­verk sem hún fram­leiddi og allt eft­ir eig­in höfði.

Elsku mamma, nú er komið að kveðju­stund. Þú að verða 98 ára þegar kallið kom og al­veg til­bú­in að sofna svefn­in­um langa. Við erum þér æv­in­lega þakk­lát fyr­ir allt sem þú kennd­ir okk­ur í líf­inu eins og skyn­semi, þol­in­mæði, hæg­læti, ákveðni, vænt­umþykju, stund­vísi og að bera virðingu fyr­ir öðru fólki. Þú kennd­ir okk­ur einnig öll eld­hús- og heim­il­is­störf og lagðir mikla áherslu á hrein­læti og nýtni mat­væla. Það var ein­hvern veg­inn þannig þegar þú varst að vinna, að eng­inn vissi af fyrr en verk voru frá, kak­an kom­in.

Sam­band ykk­ar pabba var fal­legt. Við fylgd­umst með dan­sæfing­um ykk­ar í stof­unni, þar sem gömlu dans­arn­ir voru æfðir af kappi. Það er al­veg víst að spor­in verða nú stig­in á ný á nýj­um stað. Það er ekki ólík­legt að pabbi bíði þín þar með fersk vín­ber.

Elsku mamma, takk fyr­ir lífið!

Þín elsk­andi börn,

Stefán Þór, Ágúst Már, Jóna Björg, Þröst­ur og Sig­urður.