Taka verður sam­ræmd próf upp að nýju í því skyni að auðvelda úr­bæt­ur og veita nem­end­um, for­eldr­um, skól­um og yf­ir­völd­um dýr­mæta end­ur­gjöf.
Kjartan Magnússon
Kjart­an Magnús­son

Kjart­an Magnús­son

Íslensk­um grunn­skóla­nem­end­um ætti að ganga bet­ur í námi ef miðað er við það fé sem varið er til mennta­mála. Þetta seg­ir Andreas Schleicher, yf­ir­maður mennta­mála hjá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni, OECD. Hann ráðlegg­ur Íslend­ing­um að taka sam­ræmd próf upp að nýju í grunn­skól­um, enda séu þau mik­il­vægt tæki til að bæta mennta­kerfið.

Þetta eru orð að sönnu, en Ísland er eitt fárra OECD-landa þar sem ekki eru lögð fyr­ir sam­ræmd próf. Schleicher seg­ir slíkt sam­ræmt mat mik­il­vægt tæki til að þróa nám og kennslu. Náms­ár­ang­ur þurfi að vera sýni­leg­ur, enda sé erfitt að bæta það sem ekki sést. Með stöðluðu náms­mati sé hægt að gera sam­an­b­urð sem leggi grunn að stöðugu um­bót­a­starfi.

Óviðun­andi ár­ang­ur

Hæfni ís­lenskra ung­linga hef­ur um ára­bil mælst tals­vert minni

...