
Kjartan Magnússon
Íslenskum grunnskólanemendum ætti að ganga betur í námi ef miðað er við það fé sem varið er til menntamála. Þetta segir Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Hann ráðleggur Íslendingum að taka samræmd próf upp að nýju í grunnskólum, enda séu þau mikilvægt tæki til að bæta menntakerfið.
Þetta eru orð að sönnu, en Ísland er eitt fárra OECD-landa þar sem ekki eru lögð fyrir samræmd próf. Schleicher segir slíkt samræmt mat mikilvægt tæki til að þróa nám og kennslu. Námsárangur þurfi að vera sýnilegur, enda sé erfitt að bæta það sem ekki sést. Með stöðluðu námsmati sé hægt að gera samanburð sem leggi grunn að stöðugu umbótastarfi.
Óviðunandi árangur
Hæfni íslenskra unglinga hefur um árabil mælst talsvert minni
...