Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Svo virðist sem hreyfing sé að komast málefni skiptistöðvar Strætó í Mjódd.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur nýlega voru fluttar tvær tillögur um málið. Meirihlutaflokkarnir fluttu tillögu þess efnis að umhverfis- og skipulagssviði yrði falið að koma með tillögur að útfærslu umbóta. Var hún samþykkt. Þá fluttu sjálfstæðismenn tillögu í sama anda en afgreiðslu hennar var frestað.
Á næsta fundi, 19. mars, var tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins lögð fram að nýju. Samþykkti ráðið að vísa tillögunni í vinnu við úrbætur á biðstöðinni í Mjódd, samanber samþykkt tillögu meirihlutans á fyrri fundinum.
Viðbrögð fulltrúa fulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru
...