Álfta­nes gerði góða ferð í Reykja­nes­bæ og sigraði Njarðvík, 95:89, í fyrsta leik liðanna í átta liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta í gær­kvöldi. Njarðvík endaði í þriðja sæti í deild­ar­keppn­inni með 30 stig, aðeins tveim­ur minna en deild­ar­meist­ar­ar Tinda­stóls
Garðabær Stjörnumennirnir Orri Gunnarsson og Jase Febres sameinast um að stöðva ÍR-inginn Jacob Falko, sem skoraði 41 stig í leiknum.
Garðabær Stjörnu­menn­irn­ir Orri Gunn­ars­son og Jase Febr­es sam­ein­ast um að stöðva ÍR-ing­inn Jacob Fal­ko, sem skoraði 41 stig í leikn­um. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Körfu­bolt­inn

Jó­hann Ingi Hafþórs­son

johann­ingi@mbl.is

Álfta­nes gerði góða ferð í Reykja­nes­bæ og sigraði Njarðvík, 95:89, í fyrsta leik liðanna í átta liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta í gær­kvöldi.

Njarðvík endaði í þriðja sæti í deild­ar­keppn­inni með 30 stig, aðeins tveim­ur minna en deild­ar­meist­ar­ar Tinda­stóls. Álfta­nes endaði í sjötta sæti með 22 stig.

Þá vann Njarðvík tvo sigra á Álfta­nesi í deild­inni en þrátt fyr­ir það voru það gest­irn­ir sem voru sterk­ari í kafla­skipt­um leik í gær­kvöldi.

Njarðvík vann fyrsta og þriðja leik­hluta með sam­an­lagt 15 stig­um. Álfta­nes vann hins veg­ar ann­an og fjórða með sam­an­lagt 21 stigi.

Var um

...