Álftanes gerði góða ferð í Reykjanesbæ og sigraði Njarðvík, 95:89, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í gærkvöldi. Njarðvík endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni með 30 stig, aðeins tveimur minna en deildarmeistarar Tindastóls

Garðabær Stjörnumennirnir Orri Gunnarsson og Jase Febres sameinast um að stöðva ÍR-inginn Jacob Falko, sem skoraði 41 stig í leiknum.
— Morgunblaðið/Karítas
Körfuboltinn
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Álftanes gerði góða ferð í Reykjanesbæ og sigraði Njarðvík, 95:89, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í gærkvöldi.
Njarðvík endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni með 30 stig, aðeins tveimur minna en deildarmeistarar Tindastóls. Álftanes endaði í sjötta sæti með 22 stig.
Þá vann Njarðvík tvo sigra á Álftanesi í deildinni en þrátt fyrir það voru það gestirnir sem voru sterkari í kaflaskiptum leik í gærkvöldi.
Njarðvík vann fyrsta og þriðja leikhluta með samanlagt 15 stigum. Álftanes vann hins vegar annan og fjórða með samanlagt 21 stigi.
Var um
...