
Helsinki Jón Guðni í lokaleik sínum gegn Panathinaikos í febrúar.
— Ljósmynd/Víkingur
Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur lagt skóna á hilluna vegna meiðsla. Síðasti leikur hans á ferlinum var því sigurleikur Víkings gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í Helsinki í febrúar. Jón verður 36 ára í næstu viku og lék fyrst með Fram en síðan í Belgíu, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi og kom til Víkings í ársbyrjun 2024. Hann lék 251 deildaleik á ferlinum, þar af 155 í Svíþjóð, og 18 landsleiki fyrir Íslands hönd.