Helsinki Jón Guðni í lokaleik sínum gegn Panathinaikos í febrúar.
Hels­inki Jón Guðni í loka­leik sín­um gegn Pan­athinai­kos í fe­brú­ar. — Ljós­mynd/​Vík­ing­ur

Knatt­spyrnumaður­inn Jón Guðni Fjólu­son hef­ur lagt skóna á hill­una vegna meiðsla. Síðasti leik­ur hans á ferl­in­um var því sig­ur­leik­ur Vík­ings gegn Pan­athinai­kos í um­spili Sam­bands­deild­ar­inn­ar í Hels­inki í fe­brú­ar. Jón verður 36 ára í næstu viku og lék fyrst með Fram en síðan í Belg­íu, Svíþjóð, Rússlandi og Nor­egi og kom til Vík­ings í árs­byrj­un 2024. Hann lék 251 deilda­leik á ferl­in­um, þar af 155 í Svíþjóð, og 18 lands­leiki fyr­ir Íslands hönd.