
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Símon Elías Statkevicius verða á meðal keppenda á sterku alþjóðlegu sundmóti sem hefst í Bergen í Noregi í dag og lýkur á sunnudag. Þau eru síðan á leið á Íslandsmótið sem fer fram í Laugardalslaug um aðra helgi.
Úrslitaeinvígi SA og SR um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí hefst á Akureyri á morgun. Það komst á hreint í gær þegar áfrýjunardómstóll ÍSÍ úrskurðaði að Fjölnir hefði ekki átt kærurétt í leik SA og SR, sem dómstóll ÍSÍ hafði áður úrskurðað SR tapaðan, 10:0. Úrslit leiksins standa því, SR endar í öðru sæti Íslandsmótsins og mætir því SA í úrslitunum þar sem vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.
Knattspyrnukonan Hildur Þóra Hákonardóttir hefur samið við FH um að leika með liðinu á
...