Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir, Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir og Sím­on Elías Statkevicius verða á meðal kepp­enda á sterku alþjóðlegu sund­móti sem hefst í Ber­gen í Nor­egi í dag og lýk­ur á sunnu­dag

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir, Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir og Sím­on Elías Statkevicius verða á meðal kepp­enda á sterku alþjóðlegu sund­móti sem hefst í Ber­gen í Nor­egi í dag og lýk­ur á sunnu­dag. Þau eru síðan á leið á Íslands­mótið sem fer fram í Laug­ar­dals­laug um aðra helgi.

Úrslita­ein­vígi SA og SR um Íslands­meist­ara­titil karla í ís­hokkí hefst á Ak­ur­eyri á morg­un. Það komst á hreint í gær þegar áfrýj­un­ar­dóm­stóll ÍSÍ úr­sk­urðaði að Fjöln­ir hefði ekki átt kæru­rétt í leik SA og SR, sem dóm­stóll ÍSÍ hafði áður úr­sk­urðað SR tapaðan, 10:0. Úrslit leiks­ins standa því, SR end­ar í öðru sæti Íslands­móts­ins og mæt­ir því SA í úr­slit­un­um þar sem vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslands­meist­ari.

Knatt­spyrnu­kon­an Hild­ur Þóra Há­kon­ar­dótt­ir hef­ur samið við FH um að leika með liðinu á

...