
Jóhann Sigurðsson
Fasteignafélagið Íþaka áformar að hefja í haust uppbyggingu 304 herbergja hótels í Borgartúni í Reykjavík.
Jóhann Sigurðsson, sem rekur Hótel Cabin í Borgartúni, Hótel Örk í Hveragerði og Hótel Klett í Mjölnisholti, mun reka hótelið, sem áformað er að opna vorið 2028.
„Við erum með sérleyfi frá Marriott og ætlum að opna hér Moxy-hótel, sem er það vörumerki innan Marriott-keðjunnar sem hefur vaxið hraðast síðustu ár,“ segir Jóhann um áformin.
Fjármögnun tryggð
Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Íþöku, segir búið að tryggja fjármögnun vegna þessarar uppbyggingar, en heildarfjárfestingarkostnaður er um 10,5 milljarðar króna án virðisaukaskatts. Fjallað er um hótelið í blaðinu í
...