Jóhann Sigurðsson
Jó­hann Sig­urðsson

Fast­eigna­fé­lagið Íþaka áform­ar að hefja í haust upp­bygg­ingu 304 her­bergja hót­els í Borg­ar­túni í Reykja­vík.

Jó­hann Sig­urðsson, sem rek­ur Hót­el Ca­bin í Borg­ar­túni, Hót­el Örk í Hvera­gerði og Hót­el Klett í Mjöln­is­holti, mun reka hót­elið, sem áformað er að opna vorið 2028.

„Við erum með sér­leyfi frá Marriott og ætl­um að opna hér Moxy-hót­el, sem er það vörumerki inn­an Marriott-keðjunn­ar sem hef­ur vaxið hraðast síðustu ár,“ seg­ir Jó­hann um áformin.

Fjár­mögn­un tryggð

Gunn­ar Val­ur Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Íþöku, seg­ir búið að tryggja fjár­mögn­un vegna þess­ar­ar upp­bygg­ing­ar, en heild­ar­fjárfest­ing­ar­kostnaður er um 10,5 millj­arðar króna án virðis­auka­skatts. Fjallað er um hót­elið í blaðinu í

...