Hljóm­sveit­in Árstíðir hef­ur gefið út söng­plöt­una Vetr­ar­sól og fylg­ir henni eft­ir með út­gáfu­tón­leik­um víðs veg­ar um landið. Plat­an inni­held­ur 12 lög á ís­lensku sem eiga það flest sam­eig­in­legt að vera sam­in eða út­sett af ís­lensk­um tón­skáld­um fyr­ir söng­hópa og kóra. „Í til­efni út­gáf­unn­ar mun hljóm­sveit­in, í sam­starfi við Nótna­veitu Tón­list­armiðstöðvar, gefa út nót­ur að öll­um lög­un­um á plöt­unni á heimasíðu Tón­list­armiðstöðvar,“ seg­ir í til­kynn­ingu. Tón­leik­arn­ir verða í Ak­ur­eyr­ar­kirkju í kvöld, Menn­ing­ar­hús­inu Bergi annað kvöld, Blönduós­kirkju 6. apríl, Vinam­inni við Akra­nes­kirkju 10. apríl og Árbæj­ar­kirkju 13. apríl. Miðar fást á tix.is.