„Við telj­um það gagn­rýn­is­vert að Sam­göngu­stofa hafi gefið út op­in­bera skýrslu án þess að leita gagna eða upp­lýs­inga frá Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða,“ seg­ir Sús­anna Björg Ástvalds­dótt­ir yf­ir­lækn­ir og fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á stofn­un­inni
Ísafjörður Starfsfólk HVest er ósátt við skýrslu rannsóknarnefndar.
Ísa­fjörður Starfs­fólk HVest er ósátt við skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Dóra Ósk Hall­dórs­dótt­ir

doraosk@mbl.is

„Við telj­um það gagn­rýn­is­vert að Sam­göngu­stofa hafi gefið út op­in­bera skýrslu án þess að leita gagna eða upp­lýs­inga frá Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða,“ seg­ir Sús­anna Björg Ástvalds­dótt­ir yf­ir­lækn­ir og fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á stofn­un­inni.

Hún vís­ar hér í skýrslu um slys um borð í Sól­borg RE-27 í sept­em­ber sl. þar sem rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa bein­ir því til Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­fjarða að komið sé á verklagi sem tryggi að sjó­menn sem þangað þurfa að leita á öll­um tím­um sól­ar­hrings fái til­skilda umönn­un.

„Hér er eng­inn lækn­ir í húsi og eng­in opin bráðamót­taka, held­ur met­ur lækn­ir hverju sinni hvort til­felli krefj­ist sam­stund­is skoðunar. Í þessu til­viki voru menn­irn­ir tveir skoðaðir um leið og þeir komu í höfn

...