
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Við teljum það gagnrýnisvert að Samgöngustofa hafi gefið út opinbera skýrslu án þess að leita gagna eða upplýsinga frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni.
Hún vísar hér í skýrslu um slys um borð í Sólborg RE-27 í september sl. þar sem rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að komið sé á verklagi sem tryggi að sjómenn sem þangað þurfa að leita á öllum tímum sólarhrings fái tilskilda umönnun.
„Hér er enginn læknir í húsi og engin opin bráðamóttaka, heldur metur læknir hverju sinni hvort tilfelli krefjist samstundis skoðunar. Í þessu tilviki voru mennirnir tveir skoðaðir um leið og þeir komu í höfn
...