
Hermann Nökkvi Gunnarsson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
„Við höfðum gert greiningar á því sem við töldum að myndi gerast en svo fór þetta betur en við reiknuðum með og nokkuð öðruvísi,“ segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra um tollana sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í fyrradag.
Trump tilkynnti að 10% lágmarkstollur yrði lagður á allar innfluttar vörur til Bandaríkjanna og fellur Ísland þar undir. 20% tollur verður lagður á allar vörur innfluttar frá Evrópusambandinu (ESB). Aðspurður hvort það felist einhver tækifæri í því að lenda í lægsta tollflokki segir hann að það þurfi að skoða.
„Við höfðum kannski ekki ímyndunarafl í að það yrði svona mikill munur á milli okkar og helstu viðskiptaþjóða. Það er bara greining sem við þurfum að
...