
Dýr Refir í Hornvík eru í góðu standi.
— Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Refir á Hornströndum eru flestir taldir í góðu standi og er þess vænst að yrðlingar verði í a.m.k. fimm óðulum í austanverðri Hornvík á sumri komanda. Í vettvangsferð á vegum Náttúrufræðistofnunar í mars sl. var fylgst með lífríkinu á svæðinu og sérstakur gaumur gefinn að refum. Sáust 14-15 tófur í ferðinni, en refirnir para sig um þær mundir. Mikill munur er sagður á refum í tilhugalífi og hinum geldu og eru læðurnar eirðarlausar á þessum tíma og eins gott fyrir steggina að vera nærstaddir þegar tækifæri gefst. » 11