Dýr Refir í Hornvík eru í góðu standi.
Dýr Ref­ir í Horn­vík eru í góðu standi. — Morg­un­blaðið/​Jón­as Er­lends­son

Ref­ir á Horn­strönd­um eru flest­ir tald­ir í góðu standi og er þess vænst að yrðling­ar verði í a.m.k. fimm óðulum í aust­an­verðri Horn­vík á sumri kom­anda. Í vett­vangs­ferð á veg­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar í mars sl. var fylgst með líf­rík­inu á svæðinu og sér­stak­ur gaum­ur gef­inn að ref­um. Sáust 14-15 tóf­ur í ferðinni, en ref­irn­ir para sig um þær mund­ir. Mik­ill mun­ur er sagður á ref­um í til­huga­lífi og hinum geldu og eru læðurn­ar eirðarlaus­ar á þess­um tíma og eins gott fyr­ir stegg­ina að vera nærstadd­ir þegar tæki­færi gefst. » 11