Vernd­artoll­ar Trumps fela í sér ógn­ir en toll­ar eru ekki svarið held­ur frjáls versl­un

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kynnti á miðviku­dag toll­skrá sína fyr­ir heims­byggðina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, hvort held­ur horft er til helstu viðskipta­ríkja, markaða vest­an­hafs eða ugg­andi efna­hags­sér­fræðinga.

Trump seg­ir að með þessu vilja hann frelsa Banda­rík­in und­an oki órétt­mætra viðskipta­hátta annarra ríkja með því að leyfa þeim að kenna á eig­in meðölum tolla og viðskipta­hindr­ana.

Það má hafa skiln­ing á því sem að baki býr hjá Trump; um­kvart­an­ir hans eru ekki úr lausu lofti gripn­ar. En hitt er alls óvíst að þess­ar aðferðir beri til­ætlaðan ár­ang­ur og her­kostnaður þess­ar­ar áhættu­sömu til­raun­ar gæti reynst ógn­væn­leg­ur. Fyr­ir Banda­rík­in og fyr­ir heims­byggðina alla.

Ómögu­legt er að full­yrða nokkuð á þess­ari stundu um hverj­ar af­leiðing­ar tolla­stefnu Trumps muni reyn­ast, en

...