Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti á miðvikudag tollskrá sína fyrir heimsbyggðina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, hvort heldur horft er til helstu viðskiptaríkja, markaða vestanhafs eða uggandi efnahagssérfræðinga.
Trump segir að með þessu vilja hann frelsa Bandaríkin undan oki óréttmætra viðskiptahátta annarra ríkja með því að leyfa þeim að kenna á eigin meðölum tolla og viðskiptahindrana.
Það má hafa skilning á því sem að baki býr hjá Trump; umkvartanir hans eru ekki úr lausu lofti gripnar. En hitt er alls óvíst að þessar aðferðir beri tilætlaðan árangur og herkostnaður þessarar áhættusömu tilraunar gæti reynst ógnvænlegur. Fyrir Bandaríkin og fyrir heimsbyggðina alla.
Ómögulegt er að fullyrða nokkuð á þessari stundu um hverjar afleiðingar tollastefnu Trumps muni reynast, en
...