Sigurmarkið Enzo Fernandez skorar mark Chelsea gegn Tottenham á Stamford Bridge í gærkvöld.
Sig­ur­markið Enzo Fern­and­ez skor­ar mark Chel­sea gegn Totten­ham á Stam­ford Bridge í gær­kvöld. — AFP/​Glyn Kirk

Chel­sea styrkti stöðu sína í harðri bar­áttu um sæti í Meist­ara­deild karla í knatt­spyrnu í gær­kvöld með því að sigra Totten­ham, 1:0, í Lund­úna­slag á Stam­ford Bridge en það var síðasti leik­ur­inn í 30. um­ferð deild­ar­inn­ar.

Enzo Fern­and­ez skoraði sig­ur­markið á 50. mín­útu eft­ir send­ingu frá Cole Pal­mer en eft­ir það skoruðu bæði liðin og mörk­in voru dæmd af með mynd­banda­dómgæsl­unni.

Chel­sea renndi sér með þessu upp fyr­ir Manchester City og Newcastle og í fjórða sæti deild­ar­inn­ar með 52 stig. City er með 51 og Newcastle er með 50 í sjötta sæt­inu en á leik til góða.

Nokkuð ör­uggt er að Eng­land fái fimm lið í Meist­ara­deild­inni 2025-26 og því eru Chel­sea og City inni sem stend­ur, ásamt Li­verpool, Arsenal og Nott­ing­ham For­est sem eru í þrem­ur

...