
Chelsea styrkti stöðu sína í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild karla í knattspyrnu í gærkvöld með því að sigra Tottenham, 1:0, í Lundúnaslag á Stamford Bridge en það var síðasti leikurinn í 30. umferð deildarinnar.
Enzo Fernandez skoraði sigurmarkið á 50. mínútu eftir sendingu frá Cole Palmer en eftir það skoruðu bæði liðin og mörkin voru dæmd af með myndbandadómgæslunni.
Chelsea renndi sér með þessu upp fyrir Manchester City og Newcastle og í fjórða sæti deildarinnar með 52 stig. City er með 51 og Newcastle er með 50 í sjötta sætinu en á leik til góða.
Nokkuð öruggt er að England fái fimm lið í Meistaradeildinni 2025-26 og því eru Chelsea og City inni sem stendur, ásamt Liverpool, Arsenal og Nottingham Forest sem eru í þremur
...