Fasteignafélagið Íþaka áformar að hefja í haust uppbyggingu 304 herbergja hótels í Borgartúni í Reykjavík. Á lóðinni eru nú tæplega 3.000 fermetra byggingar, sem verða fjarlægðar, og verður hótelið um 12 þúsund fermetrar ofanjarðar

Breytt götumynd Drög að Moxy-hótelinu í Borgartúni. Rúgbrauðsgerðin er til hægri.
— Teikning/T.ark arkitektar
Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fasteignafélagið Íþaka áformar að hefja í haust uppbyggingu 304 herbergja hótels í Borgartúni í Reykjavík. Á lóðinni eru nú tæplega 3.000 fermetra byggingar, sem verða fjarlægðar, og verður hótelið um 12 þúsund fermetrar ofanjarðar. Drög að hótelinu eru sýnd hér fyrir ofan, en þau eru unnin af T.ark Arkitektum. Með uppbyggingunni verða lóðirnar í Borgartúni 1 og 3 og í Guðrúnartúni 4 sameinaðar í eina lóð.
Jóhann Sigurðsson, sem rekur Hótel Cabin í Borgartúni, Hótel Örk í Hveragerði og Hótel Klett í Mjölnisholti í Reykjavík, mun reka hótelið, sem áformað er að opna vorið 2028.
Það merki sem vex hraðast
„Við erum með sérleyfi frá Marriott og ætlum að opna hér Moxy-hótel,
...