Fast­eigna­fé­lagið Íþaka áform­ar að hefja í haust upp­bygg­ingu 304 her­bergja hót­els í Borg­ar­túni í Reykja­vík. Á lóðinni eru nú tæp­lega 3.000 fer­metra bygg­ing­ar, sem verða fjar­lægðar, og verður hót­elið um 12 þúsund fer­metr­ar of­anj­arðar
Breytt götumynd Drög að Moxy-hótelinu í Borgartúni. Rúgbrauðsgerðin er til hægri.
Breytt götu­mynd Drög að Moxy-hót­el­inu í Borg­ar­túni. Rúg­brauðsgerðin er til hægri. — Teikn­ing/​T.ark arki­tekt­ar

Baksvið

Bald­ur Arn­ar­son

baldura@mbl.is

Fast­eigna­fé­lagið Íþaka áform­ar að hefja í haust upp­bygg­ingu 304 her­bergja hót­els í Borg­ar­túni í Reykja­vík. Á lóðinni eru nú tæp­lega 3.000 fer­metra bygg­ing­ar, sem verða fjar­lægðar, og verður hót­elið um 12 þúsund fer­metr­ar of­anj­arðar. Drög að hót­el­inu eru sýnd hér fyr­ir ofan, en þau eru unn­in af T.ark Arki­tekt­um. Með upp­bygg­ing­unni verða lóðirn­ar í Borg­ar­túni 1 og 3 og í Guðrún­ar­túni 4 sam­einaðar í eina lóð.

Jó­hann Sig­urðsson, sem rek­ur Hót­el Ca­bin í Borg­ar­túni, Hót­el Örk í Hvera­gerði og Hót­el Klett í Mjöln­is­holti í Reykja­vík, mun reka hót­elið, sem áformað er að opna vorið 2028.

Það merki sem vex hraðast

„Við erum með sér­leyfi frá Marriott og ætl­um að opna hér Moxy-hót­el,

...