Ísland og Nor­eg­ur sleppa bet­ur frá toll­um Banda­ríkj­anna en aðrar Norður­landaþjóðir sem fá á sig 20% toll þar sem þær eru í Evr­ópu­sam­band­inu.

Í fyrra­kvöld til­kynnti Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti 10% lág­mark­s­toll á all­ar inn­flutt­ar vör­ur til Banda­ríkj­anna og enn hærri gagntolla á fjölda ríkja. Ísland er ekki á lista yfir þjóðirn­ar sem fá á sig gagntolla og því verður 10% toll­ur lagður á all­ar inn­flutt­ar vör­ur frá Íslandi. Vör­ur frá Nor­egi sæta 15% tolli.

Aft­ur á móti verður 20% toll­ur á inn­flutt­ar vör­ur frá Evr­ópu­sam­band­inu og þar með fá all­ar Norður­landaþjóðir nema Ísland og Nor­eg­ur á sig 20% toll. Sama gild­ir um Eystra­salts­rík­in sem til­heyra Evr­ópu­sam­band­inu. Bret­land, sem til­heyr­ir held­ur ekki Evr­ópu­sam­band­inu, fær á sig 10% toll eins og Ísland.

Sviss og Liechten­stein eru í EFTA ásamt Íslandi og Nor­egi en eru ekki

...