
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Bandaríkin hafa ekki í hyggju að yfirgefa Atlantshafsbandalagið (NATO) eða snúa baki við bandamönnum sínum þar. Þau leggja hins vegar áherslu á að aðildarríki bandalagsins leggi meira að mörkum til að tryggja sameiginlegar varnir, þ. á m. Evrópu. Þetta sagði Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundi í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel.
„Trump [Bandaríkjaforseti] hefur sagt það skýrt: Hann styður NATO. Og við munum halda áfram að starfa innan NATO,“ sagði Rubio, en nokkur ólga hefur ríkt innan aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins að undanförnu og hafa sumir efast um hollustu Bandaríkjanna í garð bandamanna sinna í Evrópu. Utanríkisráðherrann sagði slíkt tal vera óþarft. Það væri hins vegar nauðsynlegt fyrir Evrópu að herða róðurinn þegar kæmi að útgjöldum
...