Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Haf­steins­dótt­ir

Eft­ir að hafa lagt til at­lögu við helstu und­ir­stöðuat­vinnu­grein þjóðar­inn­ar með gríðarleg­um skatta­hækk­un­um, at­lögu sem enn sér ekki fyr­ir end­ann á, hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að rétt sé að leggja til fjöl­skyld­unn­ar.

Nú er það sam­skött­un hjóna og sam­býl­is­fólks sem rík­is­stjórn­in vill af­nema með til­heyr­andi skatta­hækk­un fyr­ir fjölda fjöl­skyldna. Mögu­lega verður þetta út­skýrt sem leiðrétt­ing eins og hin skatta­hækk­un­in og ef til vill var líka til at­hug­un­ar að láta þessa skatta­hækk­un vera aft­ur­virka, en fyrst og fremst er þetta auðvitað til marks um að engu verður eirt í viðleitni rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að hækka álög­ur á al­menn­ing og at­vinnu­líf í land­inu.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins spurði Daða Má Kristó­fers­son fjár­málaráðherra út í þessa nýj­ustu skatta­hækk­un og benti á að þetta myndi hafa „djúp­stæð áhrif

...