
Eftir að hafa lagt til atlögu við helstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar með gríðarlegum skattahækkunum, atlögu sem enn sér ekki fyrir endann á, hefur ríkisstjórnin ákveðið að rétt sé að leggja til fjölskyldunnar.
Nú er það samsköttun hjóna og sambýlisfólks sem ríkisstjórnin vill afnema með tilheyrandi skattahækkun fyrir fjölda fjölskyldna. Mögulega verður þetta útskýrt sem leiðrétting eins og hin skattahækkunin og ef til vill var líka til athugunar að láta þessa skattahækkun vera afturvirka, en fyrst og fremst er þetta auðvitað til marks um að engu verður eirt í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að hækka álögur á almenning og atvinnulíf í landinu.
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í þessa nýjustu skattahækkun og benti á að þetta myndi hafa „djúpstæð áhrif
...