Í Kólumbíu Fjölskyldan í heimsókn hjá tengdafjölskyldu Önnu um áramótin 2023/2024.
Í Kól­umb­íu Fjöl­skyld­an í heim­sókn hjá tengda­fjöl­skyldu Önnu um ára­mót­in 2023/​2024.

Anna Lúðvíks­dótt­ir fædd­ist 4. apríl 1975 í Reykja­vík og ólst upp að mestu í Laug­ar­nes­hverf­inu í Reykja­vík að und­an­skild­um ár­un­um 1977-1979 þegar for­eldr­ar henn­ar stunduðu fram­halds­nám í London í Kan­ada.

Eft­ir skóla­göngu í Laug­ar­nesskóla og Lauga­lækj­ar­skóla lá leiðin í Mennta­skól­ann við Hamra­hlíð, þaðan sem Anna út­skrifaðist af nátt­úru­fræðibraut árið 1995. Eft­ir út­skrift lá leiðin til Sevilla á Spáni, þar sem hún lagði stund á spænsku, og um tíma bjó hún í London í Bretlandi. Þegar heim var komið hóf Anna nám í Há­skóla Íslands í spænsku en eft­ir eitt ár skipti hún yfir í mann­fræði og lauk BA-gráðu í þeirri grein 2001. Anna lauk masters­námi í alþjóðasam­skipt­um og stjórn­mála­fræði í Uni­versity of West­minster í London í Bretlandi. Þaðan flutti hún til Montréal í Kan­ada og stundaði nám í frönsku, aðstoðaði við rann­sókn á börn­um með málrask­an­ir við McG­ill-há­skól­ann og kenndi einnig ís­lensku

...