
Anna Lúðvíksdóttir fæddist 4. apríl 1975 í Reykjavík og ólst upp að mestu í Laugarneshverfinu í Reykjavík að undanskildum árunum 1977-1979 þegar foreldrar hennar stunduðu framhaldsnám í London í Kanada.
Eftir skólagöngu í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð, þaðan sem Anna útskrifaðist af náttúrufræðibraut árið 1995. Eftir útskrift lá leiðin til Sevilla á Spáni, þar sem hún lagði stund á spænsku, og um tíma bjó hún í London í Bretlandi. Þegar heim var komið hóf Anna nám í Háskóla Íslands í spænsku en eftir eitt ár skipti hún yfir í mannfræði og lauk BA-gráðu í þeirri grein 2001. Anna lauk mastersnámi í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði í University of Westminster í London í Bretlandi. Þaðan flutti hún til Montréal í Kanada og stundaði nám í frönsku, aðstoðaði við rannsókn á börnum með málraskanir við McGill-háskólann og kenndi einnig íslensku
...