Bú­ast má við að minnsta kosti fimm óðulum með yrðlinga í aust­an­verðri Horn­vík næsta sum­ar, en sú er niðurstaða vett­vangs­ferðar sem far­in var á veg­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar á Hornstrand­ir, þar sem fylgst var með líf­ríki svæðis­ins und­ir lok vetr­ar
Refapar Mórautt refapar gægist fram af brúninni í Harðviðrisgjá og fylgist grannt með mannaferðum.
Refa­par Mó­rautt refa­par gæg­ist fram af brún­inni í Harðviðris­gjá og fylg­ist grannt með manna­ferðum. — Ljós­mynd­ir/​Ester Rut Unn­steins­dótt­ir

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Bú­ast má við að minnsta kosti fimm óðulum með yrðlinga í aust­an­verðri Horn­vík næsta sum­ar, en sú er niðurstaða vett­vangs­ferðar sem far­in var á veg­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar á Hornstrand­ir, þar sem fylgst var með líf­ríki svæðis­ins und­ir lok vetr­ar. Ester Rut Unn­steins­dótt­ir spen­dýra­vist­fræðing­ur var leiðang­urs­stjóri ferðar­inn­ar en með í för var kvik­myndat­eymi frá Humble­bee producti­ons, sem vinn­ur að heim­ild­arþætti um lífs­hætti refa í Horn­vík. Frá þessu grein­ir á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, en ferðin stóð yfir 13.-23. mars sl.

Á meðan á dvöl­inni stóð sáust 14 eða 15 tóf­ur í aust­an­verðri Horn­vík, allt frá fjör­unni við Horn­víkurós og upp í bjarg­brún­ir Horn­bjargs. Voru sum dýr­in í til­huga­lífi en önn­ur ekki og ráfuðu þau um í fjör­unni í æt­is­leit. Flest­ir ref­irn­ir sem sáust voru sagðir

...