
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Búast má við að minnsta kosti fimm óðulum með yrðlinga í austanverðri Hornvík næsta sumar, en sú er niðurstaða vettvangsferðar sem farin var á vegum Náttúrufræðistofnunar á Hornstrandir, þar sem fylgst var með lífríki svæðisins undir lok vetrar. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur var leiðangursstjóri ferðarinnar en með í för var kvikmyndateymi frá Humblebee productions, sem vinnur að heimildarþætti um lífshætti refa í Hornvík. Frá þessu greinir á vef Náttúrufræðistofnunar, en ferðin stóð yfir 13.-23. mars sl.
Á meðan á dvölinni stóð sáust 14 eða 15 tófur í austanverðri Hornvík, allt frá fjörunni við Hornvíkurós og upp í bjargbrúnir Hornbjargs. Voru sum dýrin í tilhugalífi en önnur ekki og ráfuðu þau um í fjörunni í ætisleit. Flestir refirnir sem sáust voru sagðir
...