„Veður­stof­an er búin að vera að vinna fyr­ir okk­ur nýtt áhættumat í vet­ur, aðallega varðandi flóðamál sem gætu komið ann­ars veg­ar niður Skjálf­andafljót og hins veg­ar niður Jök­ulsá á Fjöll­um,“ seg­ir Her­mann Karls­son, full­trúi Al­manna­varna og lög­reglumaður á Norður­landi
Bárðarbunga Íbúum leist ekki á blikuna þegar jörð skalf í janúar.
Bárðarbunga Íbúum leist ekki á blik­una þegar jörð skalf í janú­ar. — Morg­un­blaðið/​RAX

Dóra Ósk Hall­dórs­dótt­ir

doraosk@mbl.is

„Veður­stof­an er búin að vera að vinna fyr­ir okk­ur nýtt áhættumat í vet­ur, aðallega varðandi flóðamál sem gætu komið ann­ars veg­ar niður Skjálf­andafljót og hins veg­ar niður Jök­ulsá á Fjöll­um,“ seg­ir Her­mann Karls­son, full­trúi Al­manna­varna og lög­reglumaður á Norður­landi. Boðað hef­ur verið til íbúa­fund­ar vegna mögu­legs eld­goss í Bárðarbungu bæði í Þing­eyj­ar­sveit og Norðurþingi 9. apríl nk.

Her­mann seg­ir að íbú­ar hafi farið að kalla eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um þegar jörð skalf í janú­ar og jafn­vel var talið að drægi til tíðinda í Bárðarbungu. „Við bú­umst í sjálfu sér ekki við að það fari að gjósa, en það kom nýtt áhættumat í janú­ar sem við vild­um kynna fyr­ir íbú­um þar sem farið er bet­ur yfir flóðavarn­ir ef til goss kæmi.“

Her­mann seg­ir að aðgerðaáætl­un sé til fyr­ir sveit­irn­ar frá 2015 og í nýju áhættumati sé bara verið að bæta

...