
40 ára Una ólst upp í Mosfellsbænum en líka á Hólum í Hjaltadal eitt eftirminnilegt ár á meðan móðir hennar stundaði nám við bændaskólann. „Tvennt frá mínum æskuárum stendur upp úr sem sérstaklega mótandi lífsreynsla, þessi vetur á Hólum og þegar ég fór ein í fimm vikna málaskóla til Englands sumarið eftir fermingu. Á báðum stöðum fékk ég tækifæri til að sjá sjálfa mig í nýju samhengi við umheiminn, sem var mikið þroskastökk.“
Tvítug fluttist Una til miðborgarinnar þegar hún hóf háskólanám. Þar býr hún enn, í aldargömlu bárujárnshúsi og lítur nú á sig sem Reykvíking. „Eitt sinn heyrði ég barn í götunni vísa til mín sem „konunnar í rauða húsinu“ sem lét mér líða eins og skáldsagnapersónu og gamalli konu um leið.“ Una flutti síðar til Barcelona í mastersnám en hefur einnig búið í St. Paul í Minnesota, Kabúl og Tbilisi, þar sem hún
...