40 ára Una ólst upp í Mos­fells­bæn­um en líka á Hól­um í Hjalta­dal eitt eft­ir­minni­legt ár á meðan móðir henn­ar stundaði nám við bænda­skól­ann. „Tvennt frá mín­um æsku­ár­um stend­ur upp úr sem sér­stak­lega mót­andi lífs­reynsla, þessi vet­ur á Hól­um og…

40 ára Una ólst upp í Mos­fells­bæn­um en líka á Hól­um í Hjalta­dal eitt eft­ir­minni­legt ár á meðan móðir henn­ar stundaði nám við bænda­skól­ann. „Tvennt frá mín­um æsku­ár­um stend­ur upp úr sem sér­stak­lega mót­andi lífs­reynsla, þessi vet­ur á Hól­um og þegar ég fór ein í fimm vikna mála­skóla til Eng­lands sum­arið eft­ir ferm­ingu. Á báðum stöðum fékk ég tæki­færi til að sjá sjálfa mig í nýju sam­hengi við um­heim­inn, sem var mikið þroska­stökk.“

Tví­tug flutt­ist Una til miðborg­ar­inn­ar þegar hún hóf há­skóla­nám. Þar býr hún enn, í ald­ar­gömlu báru­járnshúsi og lít­ur nú á sig sem Reyk­vík­ing. „Eitt sinn heyrði ég barn í göt­unni vísa til mín sem „kon­unn­ar í rauða hús­inu“ sem lét mér líða eins og skáld­sagna­per­sónu og gam­alli konu um leið.“ Una flutti síðar til Barcelona í masters­nám en hef­ur einnig búið í St. Paul í Minnesota, Kabúl og Tbil­isi, þar sem hún

...