
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir við byggingar Nýja Landspítalans ganga vel. Bílastæðahúsið fremst á myndinni er langt komið og stefnt er að því að taka húsið í notkun í sumar, að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala. Gunnar segir innheimtu stöðugjalda ekki liggja fyrir en húsið sé á almennu svæði í borgarlandinu og ekki þurfi starfsmannakort frá Landspítala eða Háskóla Íslands til að komast inn í það. Byggingar meðferðarkjarna eru jafnframt langt komnar að utan, eins og sjá má.