— Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Fram­kvæmd­ir við bygg­ing­ar Nýja Land­spít­al­ans ganga vel. Bíla­stæðahúsið fremst á mynd­inni er langt komið og stefnt er að því að taka húsið í notk­un í sum­ar, að sögn Gunn­ars Svavars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Nýs Land­spít­ala. Gunn­ar seg­ir inn­heimtu stöðugjalda ekki liggja fyr­ir en húsið sé á al­mennu svæði í borg­ar­land­inu og ekki þurfi starfs­manna­kort frá Land­spít­ala eða Há­skóla Íslands til að kom­ast inn í það. Bygg­ing­ar meðferðar­kjarna eru jafn­framt langt komn­ar að utan, eins og sjá má.