Fram er komið á Alþingi frum­varp sem kveður á um af­nám þeirr­ar laga­skyldu sem mæl­ir fyr­ir um að í sveit­ar­fé­lagi þar sem íbú­ar séu fleiri en 100 þúsund tals­ins, skuli fjöldi sveit­ar­stjórn­ar­manna vera 23 hið fæsta, en 31 að há­marki
Fjölmenni Fjölmennt er jafnan á fundum í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem 23 fulltrúar sitja. Verði nýtt frumvarp að lögum má fækka þeim í 15.
Fjöl­menni Fjöl­mennt er jafn­an á fund­um í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, þar sem 23 full­trú­ar sitja. Verði nýtt frum­varp að lög­um má fækka þeim í 15. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Fram er komið á Alþingi frum­varp sem kveður á um af­nám þeirr­ar laga­skyldu sem mæl­ir fyr­ir um að í sveit­ar­fé­lagi þar sem íbú­ar séu fleiri en 100 þúsund tals­ins, skuli fjöldi sveit­ar­stjórn­ar­manna vera 23 hið fæsta, en 31 að há­marki. Þetta ákvæði á ein­ung­is við um Reykja­vík, enda ekk­ert annað sveit­ar­fé­lag þar í námunda hvað fólks­fjölda varðar. Það er Sig­ríður Á. And­er­sen alþing­ismaður Miðflokks­ins sem er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins, en auk henn­ar eru fjór­ir þing­menn flokks­ins meðflutn­ings­menn.

Þá seg­ir í frum­varp­inu að í sveit­ar­fé­lög­um þar sem íbú­ar eru fleiri en 50 þúsund geti fjöldi aðal­manna í sveit­ar­stjórn verið 15 til 23.

„Sveit­ar­fé­lög um allt land eru að horfa til hagræðing­ar og hljóta auðvitað að líta

...