
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Fram er komið á Alþingi frumvarp sem kveður á um afnám þeirrar lagaskyldu sem mælir fyrir um að í sveitarfélagi þar sem íbúar séu fleiri en 100 þúsund talsins, skuli fjöldi sveitarstjórnarmanna vera 23 hið fæsta, en 31 að hámarki. Þetta ákvæði á einungis við um Reykjavík, enda ekkert annað sveitarfélag þar í námunda hvað fólksfjölda varðar. Það er Sigríður Á. Andersen alþingismaður Miðflokksins sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en auk hennar eru fjórir þingmenn flokksins meðflutningsmenn.
Þá segir í frumvarpinu að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 50 þúsund geti fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn verið 15 til 23.
„Sveitarfélög um allt land eru að horfa til hagræðingar og hljóta auðvitað að líta
...