
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Mörgum þykir það skemmtileg dægradvöl og góð hugarleikfimi að raða saman stórum púsluspilum. En félagar í Hinu íslenska púslsambandi hafa tekið þennan leik upp á hærra stig og æfa nú stíft fyrir fyrsta mótið í hraðpúsli, sem haldið verður á laugardaginn. Einnig munu nokkrir þeirra taka þátt í Norðurlandamóti í púsli í vor og heimsmeistaramóti, sem haldið verður á Spáni í haust.
„Þetta er auðvitað klassísk íslensk tilviljun,“ segir Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, einn af forsvarsmönnum Hins íslenska púslsambands, um aðdraganda þess að sambandið var stofnað fyrr á þessu ári.
Ágústa Dan Árnadóttir, vinkona Jóhönnu, tók þátt í heimsmeistaramótinu í hraðpúsli á síðasta ári ásamt Andreu systur sinni og Hrefnu Guðlaugardóttur. Ágústa kynntist þar norrænum púslurum sem eru að undirbúa að stofna norrænt púslsamband. Þegar heim var komið ræddi
...