Mörg­um þykir það skemmti­leg dægra­dvöl og góð hug­ar­leik­fimi að raða sam­an stór­um púslu­spil­um. En fé­lag­ar í Hinu ís­lenska púsl­sam­bandi hafa tekið þenn­an leik upp á hærra stig og æfa nú stíft fyr­ir fyrsta mótið í hraðpúsli, sem haldið verður á laug­ar­dag­inn
Hraðpúsl Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Rut Steinarsdóttir æfa sig fyrir fyrsta mótið í hraðpúsli sem Hið íslenska púslsamband heldur á laugardag.
Hraðpúsl Jó­hanna Björg Jó­hanns­dótt­ir og Rut Stein­ars­dótt­ir æfa sig fyr­ir fyrsta mótið í hraðpúsli sem Hið ís­lenska púsl­sam­band held­ur á laug­ar­dag. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Guðmund­ur Sv. Her­manns­son

gummi@mbl.is

Mörg­um þykir það skemmti­leg dægra­dvöl og góð hug­ar­leik­fimi að raða sam­an stór­um púslu­spil­um. En fé­lag­ar í Hinu ís­lenska púsl­sam­bandi hafa tekið þenn­an leik upp á hærra stig og æfa nú stíft fyr­ir fyrsta mótið í hraðpúsli, sem haldið verður á laug­ar­dag­inn. Einnig munu nokkr­ir þeirra taka þátt í Norður­landa­móti í púsli í vor og heims­meist­ara­móti, sem haldið verður á Spáni í haust.

„Þetta er auðvitað klass­ísk ís­lensk til­vilj­un,“ seg­ir Jó­hanna Björg Jó­hanns­dótt­ir, einn af for­svars­mönn­um Hins ís­lenska púsl­sam­bands, um aðdrag­anda þess að sam­bandið var stofnað fyrr á þessu ári.

Ágústa Dan Árna­dótt­ir, vin­kona Jó­hönnu, tók þátt í heims­meist­ara­mót­inu í hraðpúsli á síðasta ári ásamt Andr­eu syst­ur sinni og Hrefnu Guðlaug­ar­dótt­ur. Ágústa kynnt­ist þar nor­ræn­um púsl­ur­um sem eru að und­ir­búa að stofna nor­rænt púsl­sam­band. Þegar heim var komið ræddi

...