
Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku segir að það komi sér ekki á óvart að sjá að greiningaraðilar séu farnir að taka möguleikann á samdrætti í Bandaríkjunum alvarlega. Væntingakannanir meðal bæði heimila og fyrirtækja í Bandaríkjunum benda til vaxandi svartsýni á fyrstu mánuðum ársins, en það tengist bæði áformum um tolla og niðurskurð opinberra útgjalda, sem óttast er að komi niður á efnahagsumsvifum þegar líður á árið.
„Margir greiningaraðilar treystu á að tollaáform Trumps yrðu fyrst og fremst samningatæki, og töldu að tollum yrði að endingu beitt tiltölulega hnitmiðað að löndum á borð við Kína, eða til að verja innlendan bílaiðnað, sem forsetanum er sérstaklega umhugað um. Hins vegar hefur komið í ljós að bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin að ráðast
...