Haf­steinn Hauks­son aðal­hag­fræðing­ur Kviku seg­ir að það komi sér ekki á óvart að sjá að grein­ing­araðilar séu farn­ir að taka mögu­leik­ann á sam­drætti í Banda­ríkj­un­um al­var­lega. Vænt­ingakann­an­ir meðal bæði heim­ila og fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um benda til …
Hagkerfið Ekki er sjálfgefið að endi í samdrætti, séu undirstöður traustar.
Hag­kerfið Ekki er sjálf­gefið að endi í sam­drætti, séu und­ir­stöður traust­ar. — AFP/​Frederic J. Brown

Magda­lena Anna Torfa­dótt­ir

magda­lena@mbl.is

Haf­steinn Hauks­son aðal­hag­fræðing­ur Kviku seg­ir að það komi sér ekki á óvart að sjá að grein­ing­araðilar séu farn­ir að taka mögu­leik­ann á sam­drætti í Banda­ríkj­un­um al­var­lega. Vænt­ingakann­an­ir meðal bæði heim­ila og fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um benda til vax­andi svart­sýni á fyrstu mánuðum árs­ins, en það teng­ist bæði áform­um um tolla og niður­skurð op­in­berra út­gjalda, sem ótt­ast er að komi niður á efna­hags­um­svif­um þegar líður á árið.

„Marg­ir grein­ing­araðilar treystu á að tolla­áform Trumps yrðu fyrst og fremst samn­inga­tæki, og töldu að toll­um yrði að end­ingu beitt til­tölu­lega hnit­miðað að lönd­um á borð við Kína, eða til að verja inn­lend­an bílaiðnað, sem for­set­an­um er sér­stak­lega um­hugað um. Hins veg­ar hef­ur komið í ljós að banda­rísk stjórn­völd eru reiðubú­in að ráðast

...