Full­trú­ar meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur samþykktu í gær að veita vil­yrði fyr­ir upp­bygg­ingu fé­lags­legra íbúða á fyr­ir­huguðum þétt­ing­ar­reit­um í Grafar­vogi. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins kusu á móti til­lög­un­um
Heiða Björg Hilmisdóttir
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir

Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son

hng@mbl.is

Full­trú­ar meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur samþykktu í gær að veita vil­yrði fyr­ir upp­bygg­ingu fé­lags­legra íbúða á fyr­ir­huguðum þétt­ing­ar­reit­um í Grafar­vogi. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins kusu á móti til­lög­un­um.

Meiri­hlut­inn samþykkti að veita Fé­lags­bú­stöðum vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að átta íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Hvera­fold 7. Á sama þró­un­ar­svæði var samþykkt að veita Bjargi íbúðafé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 16 íbúðum.

Meiri­hlut­inn samþykkti einnig að veita Bjargi íbúðafé­lagi vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 18 íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Star­engi og vil­yrði fyr­ir bygg­ing­ar­rétti á allt að 14 íbúðum á nýju þró­un­ar­svæði við Veg­hús.

Þá samþykkti meiri­hlut­inn

...