
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Fulltrúar meirihlutans í borgarráði Reykjavíkur samþykktu í gær að veita vilyrði fyrir uppbyggingu félagslegra íbúða á fyrirhuguðum þéttingarreitum í Grafarvogi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu á móti tillögunum.
Meirihlutinn samþykkti að veita Félagsbústöðum vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að átta íbúðum á nýju þróunarsvæði við Hverafold 7. Á sama þróunarsvæði var samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 16 íbúðum.
Meirihlutinn samþykkti einnig að veita Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 18 íbúðum á nýju þróunarsvæði við Starengi og vilyrði fyrir byggingarrétti á allt að 14 íbúðum á nýju þróunarsvæði við Veghús.
Þá samþykkti meirihlutinn
...