Hafsteinn Reykjalin Jóhannesson fylgdist með eldsumbrotunum á Reykjanesi: 1. apríl gos upp gaus, við Grindavíkur bæinn. Eins og fjandinn léki laus, en lést um miðjan daginn. Ísblómið með var víst ekki aprílgabb og varð það Jóni Jens Kristjánssyni að …
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Hafsteinn Reykjalin Jóhannesson fylgdist með eldsumbrotunum á Reykjanesi:
1. apríl gos upp gaus,
við Grindavíkur bæinn.
Eins og fjandinn léki laus,
en lést um miðjan daginn.
Ísblómið með var víst ekki aprílgabb og varð það Jóni Jens Kristjánssyni að yrkisefni:
Beikon ísblóm eitt er
Bónus sem færir mér
eflaust við eitthvað rugl
orðið var til
varast slíkt verð ég nú
virðist það útúr kú
loks í því lífræna
lendir
...