
FIFA Tvö töp gegn Kósovó sendu Ísland niður um fjögur sæti.
— Ljósmynd/Alex Nicodim
Ísland er í 74. sæti á nýjum heimslista FIFA fyrir karlalandsliðin í knattspyrnu og fellur um fjögur sæti frá síðasta mánuði. Þetta er versta staða landsliðsins í tólf ár, eða síðan Ísland var í 92. sæti í mars árið 2013. Þá stökk liðið upp um 19 sæti, var komið í 73. sæti í apríl 2013, og fór síðan alla leið upp í 18. sætið í febrúar 2018. Bosnía, Norður-Írland, Grænhöfðaeyjar og Svartfjallaland fóru upp fyrir Ísland. Argentína er sem fyrr í efsta sætinu.