Lækn­ar eru ósátt­ir við reglu­gerð sem Alma Möller heil­brigðisráðherra setti í janú­ar um vott­orð, álits­gerðir, fag­leg­ar upp­lýs­ing­ar og skýrsl­ur heil­brigðis­starfs­manna. Segja þeir að skil­grein­ing á hug­tak­inu vott­orð í reglu­gerðinni sé ekki í sam­ræmi…
Vottorð Læknar gagnrýna skilgreiningu á hugtakinu vottorði í nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur sett og segja hana of rúma.
Vott­orð Lækn­ar gagn­rýna skil­grein­ingu á hug­tak­inu vott­orði í nýrri reglu­gerð sem heil­brigðisráðherra hef­ur sett og segja hana of rúma. — Ljós­mynd/​Colour­box

Baksvið

Guðm. Sv. Her­manns­son

gummi@mbl.is

Lækn­ar eru ósátt­ir við reglu­gerð sem Alma Möller heil­brigðisráðherra setti í janú­ar um vott­orð, álits­gerðir, fag­leg­ar upp­lýs­ing­ar og skýrsl­ur heil­brigðis­starfs­manna. Segja þeir að skil­grein­ing á hug­tak­inu vott­orð í reglu­gerðinni sé ekki í sam­ræmi við til­lögu vinnu­hóps sem heil­brigðisráðherra skipaði og samdi upp­haf­legu drög­in að reglu­gerðinni og hún sé einnig rýmri en lög um heil­brigðis­starfs­menn gera ráð fyr­ir.

Í reglu­gerðinni er skil­grein­ing á vott­orði eft­ir­far­andi: „Lýs­ing heil­brigðis­starfs­manns á sam­skipt­um sín­um og sjúk­lings, sem hann hef­ur sjálf­ur veitt heil­brigðisþjón­ustu og veit sönn­ur á eða bygg­ir á því sem fram kem­ur í sjúkra­skrá sjúk­lings­ins. Vott­orð er gert að beiðni sjúk­lings eða op­in­berra

...