
Baksvið
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Læknar eru ósáttir við reglugerð sem Alma Möller heilbrigðisráðherra setti í janúar um vottorð, álitsgerðir, faglegar upplýsingar og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna. Segja þeir að skilgreining á hugtakinu vottorð í reglugerðinni sé ekki í samræmi við tillögu vinnuhóps sem heilbrigðisráðherra skipaði og samdi upphaflegu drögin að reglugerðinni og hún sé einnig rýmri en lög um heilbrigðisstarfsmenn gera ráð fyrir.
Í reglugerðinni er skilgreining á vottorði eftirfarandi: „Lýsing heilbrigðisstarfsmanns á samskiptum sínum og sjúklings, sem hann hefur sjálfur veitt heilbrigðisþjónustu og veit sönnur á eða byggir á því sem fram kemur í sjúkraskrá sjúklingsins. Vottorð er gert að beiðni sjúklings eða opinberra
...