
„Ég undrast þessi áform verulega og ekki síður afstöðu Framsóknarflokksins sem sleit nýlega meirihlutasamstarfi vegna ágreinings um flugvöllinn. Nú situr flokkurinn hjá og ég furða mig á því,“ segir Snorri Másson alþingismaður eftir að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa umferð einkaþotna og almennt kennslu- og þyrluflug frá Reykjavíkurflugvelli.
Hann segist hugsi yfir þeim ummælum Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar að það þurfi að hætta þessari draumapólitík um að flugvöllurinn sé á förum.
„Hvernig getur það verið draumapólitík hjá borgarfulltrúa Reykvíkinga að kippa stoðunum undan mikilvægri efnahagslegri starfsemi í Reykjavík sem getur haft mjög víðtækar og afdrifaríkar afleiðingar á atvinnulífið í borginni og landinu
...