
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Óhætt er að segja að fulltrúar Flokks fólksins séu alláberandi í nýkjörinni stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, en félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skipaði nýja stjórn yfir stofnunina fyrir rúmum hálfum mánuði. Skipti hún fyrri stjórn út á einu bretti og skipaði fimm nýja menn í staðinn.
Fjórir þeirra eru úr ranni Flokks fólksins en sá fimmti er skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í tilviki hinna fjögurra stjórnarmannanna hefur ráðherra málaflokksins, Inga Sæland, sjálfdæmi.
Í 4. grein laga um HMS segir að með yfirstjórn stofnunarinnar fari fimm manna stjórn sem ráðherra skipi til fimm ára í senn. „Skulu formaður stjórnar og þrír stjórnarmenn skipaðir
...