Óhætt er að segja að full­trú­ar Flokks fólks­ins séu allá­ber­andi í ný­kjör­inni stjórn Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, HMS, en fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, skipaði nýja stjórn yfir stofn­un­ina fyr­ir rúm­um hálf­um mánuði
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er til húsa í Borgrtúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum.
Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un er til húsa í Borgr­túni 21 í Reykja­vík, ásamt fjöl­mörg­um öðrum stofn­un­um. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Óhætt er að segja að full­trú­ar Flokks fólks­ins séu allá­ber­andi í ný­kjör­inni stjórn Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, HMS, en fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, skipaði nýja stjórn yfir stofn­un­ina fyr­ir rúm­um hálf­um mánuði. Skipti hún fyrri stjórn út á einu bretti og skipaði fimm nýja menn í staðinn.

Fjór­ir þeirra eru úr ranni Flokks fólks­ins en sá fimmti er skipaður sam­kvæmt til­nefn­ingu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Í til­viki hinna fjög­urra stjórn­ar­mann­anna hef­ur ráðherra mála­flokks­ins, Inga Sæ­land, sjálf­dæmi.

Í 4. grein laga um HMS seg­ir að með yf­ir­stjórn stofn­un­ar­inn­ar fari fimm manna stjórn sem ráðherra skipi til fimm ára í senn. „Skulu formaður stjórn­ar og þrír stjórn­ar­menn skipaðir

...