Mosfellsbær Fjárfest var fyrir 3,7 milljarða króna á síðasta ári.
Mos­fells­bær Fjár­fest var fyr­ir 3,7 millj­arða króna á síðasta ári. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2024 var lagður fyr­ir fund bæj­ar­ráðs í gær. Rekstr­arniðurstaða A og B hluta bæj­ar­ins er já­kvæð um 877 millj­ón­ir.

Niðurstaðan er sögð í góðu sam­ræmi við fjár­hags­áætl­un, seg­ir í til­kynn­ingu. Fjár­fest var fyr­ir 3,7 millj­arða króna, sem ger­ir 2024 eitt stærsta fjár­fest­inga­ár í sögu bæj­ar­ins.

Stærsta fram­kvæmd árs­ins er nýr leik­skóli í Helga­fells­hverfi sem tek­inn verður í notk­un í sum­ar, með plássi fyr­ir 150 börn. Þá var einnig unnið að inn­rétt­ing­um í íþrótta­hús­inu við Helga­fells­skóla og við gatna­gerð í hverf­inu. Fram­kvæmd­ir voru hafn­ar á aðal­vell­in­um við Varmá og end­ur­nýj­un skóla­lóða við Kvísl­ar­skóla og Varmár­skóla.

Heild­ar­tekj­ur námu 22,2 millj­örðum króna. Rekstr­ar­gjöld fyr­ir af­skrift­ir voru 19,2 millj­arðar króna, þar af nam launa­kostnaður 10,9 millj­örðum eða 57% út­gjalda. Eigið fé

...