
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 var lagður fyrir fund bæjarráðs í gær. Rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarins er jákvæð um 877 milljónir.
Niðurstaðan er sögð í góðu samræmi við fjárhagsáætlun, segir í tilkynningu. Fjárfest var fyrir 3,7 milljarða króna, sem gerir 2024 eitt stærsta fjárfestingaár í sögu bæjarins.
Stærsta framkvæmd ársins er nýr leikskóli í Helgafellshverfi sem tekinn verður í notkun í sumar, með plássi fyrir 150 börn. Þá var einnig unnið að innréttingum í íþróttahúsinu við Helgafellsskóla og við gatnagerð í hverfinu. Framkvæmdir voru hafnar á aðalvellinum við Varmá og endurnýjun skólalóða við Kvíslarskóla og Varmárskóla.
Heildartekjur námu 22,2 milljörðum króna. Rekstrargjöld fyrir afskriftir voru 19,2 milljarðar króna, þar af nam launakostnaður 10,9 milljörðum eða 57% útgjalda. Eigið fé
...