Návígi Alexander Stefánsson úr Þrótti og Hafsteinn Valdimarsson úr Hamri í baráttu við netið í Laugardalshöllinni í gærkvöld.
Ná­vígi Al­ex­and­er Stef­áns­son úr Þrótti og Haf­steinn Valdi­mars­son úr Hamri í bar­áttu við netið í Laug­ar­dals­höll­inni í gær­kvöld. — Morg­un­blaðið/​Karítas

KA og Þrótt­ur úr Reykja­vík eru með und­ir­tök­in í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í blaki eft­ir sigra á heima­velli í fyrstu leikj­un­um í gær­kvöld.

KA vann Aft­ur­eld­ingu ör­ugg­lega í KA-heim­il­inu á Ak­ur­eyri, 3:0, en hrin­urn­ar enduðu 25:20, 25:17 og 25:12.

Þrótt­ur vann Ham­ar einnig frek­ar sann­fær­andi í Laug­ar­dals­höll­inni, 3:0, og þar enduðu hrin­urn­ar 25:19, 25:17 og 25:20.

Leik­ir núm­er tvö fara fram í Mos­fells­bæ og Hvera­gerði á sunnu­dag­inn og þar geta KA og Þrótt­ur tryggt sér sigra í ein­vígj­un­um. Komi til odda­leikja fara þeir fram á Ak­ur­eyri og í Laug­ar­dals­höll næsta miðviku­dags­kvöld.

Fyrstu leik­irn­ir í undanúr­slit­um kvenna fóru fram í fyrra­kvöld og þá vann Aft­ur­eld­ing góðan útisig­ur á Völsungi á Húsa­vík, 3:1, en KA vann HK á Ak­ur­eyri, 3:0. Leik­ir núm­er tvö fara fram á morg­un.