Víðtækar tollahækkanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á innflutningi til Bandaríkjanna frá löndum um allan heim vöktu hörð viðbrögð víða. Stjórnvöld í Kína sögðu að þau „væru algjörlega á móti“ nýjum tollum á útflutning sinn og hétu…

Hlutabréf Tölurnar voru rauðar í kauphöllinni í New York.
— AFP/Michael M. Santiago
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Víðtækar tollahækkanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á innflutningi til Bandaríkjanna frá löndum um allan heim vöktu hörð viðbrögð víða.
Stjórnvöld í Kína sögðu að þau „væru algjörlega á móti“ nýjum tollum á útflutning sinn og hétu „gagnráðstöfunum til að verja sinn eigin rétt og hagsmuni“.
Tollarnir eru „mikið áfall fyrir heimshagkerfið“, varaði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við.
Hún sagði sambandið vera „að undirbúa frekari gagnráðstafanir“ en bætti við að það væri „ekki of seint að takast á við málin í gegnum samningaviðræður“.
...