„Leit­in að hús­næði fyr­ir Konu­kot hef­ur staðið mjög lengi,“ seg­ir Krist­ín I. Páls­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Rót­ar­inn­ar sem sér um rekst­ur Konu­kots sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við Reykja­vík­ur­borg
Konukot Nágrannar í Ármúla eru óhressir og leita lagalegs réttar.
Konu­kot Ná­grann­ar í Ármúla eru óhress­ir og leita laga­legs rétt­ar. — Morg­un­blaðið/​sisi

Dóra Ósk Hall­dórs­dótt­ir

doraosk@mbl.is

„Leit­in að hús­næði fyr­ir Konu­kot
hef­ur staðið mjög lengi,“ seg­ir
Krist­ín I. Páls­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Rót­ar­inn­ar sem sér um rekst­ur Konu­kots sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við Reykja­vík­ur­borg. Í skipu­lags­gátt hef­ur verið í grennd­arkynn­ingu bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn fyr­ir 2. og 3. hæð Ármúla 34 fyr­ir tólf skjól­stæðinga, en kynn­ing­unni er nú lokið.

„Þetta er hugsað sem bráðabirgðahús­næði þar til annað hús­næði finnst,“ seg­ir Krist­ín og bæt­ir við að það séu kost­ir og gall­ar við hús­næðið. „Að mörgu leyti er það ekki illa staðsett, því kon­urn­ar hafa aðgang að Skjól­inu í Grens­ás­kirkju, sem er dag­vist, rek­in af hjálp­ar­stofn­un kirkj­unn­ar og í göngu­færi frá Ármúl­an­um.“

Óhress­ir

...