
Ganga Dagur, Kristrún og Ástmar eru þrjú af þeim fremstu í dag.
— Ljósmynd/SKÍ
Skíðamót Íslands hefst í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag og stendur yfir til sunnudags. Í dag er keppt í sprettgöngu með frjálsri aðferð og þar hefjast úrslit í yngri flokkum klukkan 15.50 en í fullorðinsflokkum klukkan 16.30. Á morgun er keppt í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð frá klukkan 11 hjá yngri flokkum og kl. 12 hjá fullorðnum. Á sunnudag er keppt í 15 km göngu með frjálsri aðferð og þá eru sömu tímasetningar og á laugardeginum.