Ganga Dagur, Kristrún og Ástmar eru þrjú af þeim fremstu í dag.
Ganga Dag­ur, Kristrún og Ástmar eru þrjú af þeim fremstu í dag. — Ljós­mynd/​SKÍ

Skíðamót Íslands hefst í Hlíðarfjalli á Ak­ur­eyri í dag og stend­ur yfir til sunnu­dags. Í dag er keppt í sprett­göngu með frjálsri aðferð og þar hefjast úr­slit í yngri flokk­um klukk­an 15.50 en í full­orðins­flokk­um klukk­an 16.30. Á morg­un er keppt í 10 km göngu með hefðbund­inni aðferð frá klukk­an 11 hjá yngri flokk­um og kl. 12 hjá full­orðnum. Á sunnu­dag er keppt í 15 km göngu með frjálsri aðferð og þá eru sömu tíma­setn­ing­ar og á laug­ar­deg­in­um.