„Það má rekja þessa plötu til covid þegar ég var lokaður inni með sellóið mitt og hafði góðan tíma til að spila á það en upp­töku­tækn­in er orðin þannig að ég gat verið að taka upp 20 selló sam­an á ein­fald­an hátt,“ seg­ir Eyþór Arn­alds,…
Mannlegt hljóðfæri Eyþór segir sellóið eins og höggmynd af mannslíkama enda sé það mjög mannlegt í laginu.
Mann­legt hljóðfæri Eyþór seg­ir sellóið eins og högg­mynd af manns­lík­ama enda sé það mjög mann­legt í lag­inu. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Viðtal

Anna Rún Frí­manns­dótt­ir

annar­un@mbl.is

„Það má rekja þessa plötu til covid þegar ég var lokaður inni með sellóið mitt og hafði góðan tíma til að spila á það en upp­töku­tækn­in er orðin þannig að ég gat verið að taka upp 20 selló sam­an á ein­fald­an hátt,“ seg­ir Eyþór Arn­alds, selló­leik­ari og laga­höf­und­ur, sem gaf út sóló­plötu sína, The Busy Child, í síðustu viku.

„Þegar við vor­um öll lokuð inni með okk­ar hugs­un­um var þessi stóra bylt­ing með gervi­greind­ina að byrja. Þá velti ég því fyr­ir mér hvert við vær­um að fara og hvað það væri sem gerði okk­ur mennsk. Er vél­greind endi­lega gervi­greind eða er hún kannski ein­fald­lega fram­andi greind? Ég horfði því á þessa sviðsmynd, hvert við gæt­um verið að stefna, en málið er að við vit­um það

...