
Viðtal
Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
„Það má rekja þessa plötu til covid þegar ég var lokaður inni með sellóið mitt og hafði góðan tíma til að spila á það en upptökutæknin er orðin þannig að ég gat verið að taka upp 20 selló saman á einfaldan hátt,“ segir Eyþór Arnalds, sellóleikari og lagahöfundur, sem gaf út sólóplötu sína, The Busy Child, í síðustu viku.
„Þegar við vorum öll lokuð inni með okkar hugsunum var þessi stóra bylting með gervigreindina að byrja. Þá velti ég því fyrir mér hvert við værum að fara og hvað það væri sem gerði okkur mennsk. Er vélgreind endilega gervigreind eða er hún kannski einfaldlega framandi greind? Ég horfði því á þessa sviðsmynd, hvert við gætum verið að stefna, en málið er að við vitum það
...