Íslenska sjón­varpsþáttaröðin Reykja­vík Fusi­on verður heims­frum­sýnd á Cann­es Series-hátíðinni sem fer fram í lok apríl. Þáttaröðin er sú fyrsta frá Íslandi sem val­in er til frum­sýn­ing­ar á hátíðinni, en hún er fram­leidd af ís­lenska fyr­ir­tæk­inu ACT4 og …
Ólafur Darri Ólafsson
Ólaf­ur Darri Ólafs­son

Íslenska sjón­varpsþáttaröðin Reykja­vík Fusi­on verður heims­frum­sýnd á Cann­es Series-hátíðinni sem fer fram í lok apríl. Þáttaröðin er sú fyrsta frá Íslandi sem val­in er til frum­sýn­ing­ar á hátíðinni, en hún er fram­leidd af ís­lenska fyr­ir­tæk­inu ACT4 og verður sýnd í Sjón­varpi Sím­ans Premium í haust. Í til­kynn­ingu seg­ir að hátíðin hafi fest sig í sessi sem ein sú virt­asta á sviði sjón­varps­efn­is. Ólaf­ur Darri Ólafs­son og Hera Hilm­ars­dótt­ir leika í þátt­un­um en þeir fjalla um mat­reiðslu­meist­ara sem kem­ur úr fang­elsi og neyðist til að slá lán hjá und­ir­heimakóngi til að stofna flott­asta veit­ingastað Reykja­vík­ur. Aðrir leik­ar­ar eru m.a. Þröst­ur Leó Gunn­ars­son, Lára Jó­hanna Jóns­dótt­ir, Þor­steinn Gunn­ars­son, Guðjón Davíð Karls­son og Unn­ur Birna Backm­an. Höf­und­ar eru Hörður Rún­ars­son og Birk­ir Blær Ing­ólfs­son.