Bára Gísla­dótt­ir kontrabassa­leik­ari og tón­skáld hlýt­ur heiður­sverðlaun Carl Niel­sen og Anna Marie Carl-Niel­sen. Verðlaun­in þykja ein virt­ustu menn­ing­ar­verðlaun Dan­merk­ur. Í frétt Ed­iti­on S seg­ir að Bára sé eitt eft­ir­sótt­asta tón­skáld sinn­ar…
Bára Gísladóttir
Bára Gísla­dótt­ir

Bára Gísla­dótt­ir kontrabassa­leik­ari og tón­skáld hlýt­ur heiður­sverðlaun Carl Niel­sen og Anna Marie Carl-Niel­sen. Verðlaun­in þykja ein virt­ustu menn­ing­ar­verðlaun Dan­merk­ur.

Í frétt Ed­iti­on S seg­ir að Bára sé eitt eft­ir­sótt­asta tón­skáld sinn­ar kyn­slóðar en tónlist henn­ar hef­ur verið flutt af tón­list­ar­mönn­um jafnt sem sin­fón­íu­hljóm­sveit­um. Hún hef­ur hlotið fjöl­mörg verðlaun og viður­kenn­ing­ar eins og til dæm­is Ernst von Siem­ens tón­skálda­verðlaun­in, Íslensku tón­list­ar­verðlaun­in, hæfi­leika­verðlaun Carl Niel­sen og Anne Marie Carl-Niel­sen, Reykja­vík Grapevine-tón­list­ar­verðlaun­in auk þess sem verk henn­ar VÍDDIR var til­nefnt til Tón­list­ar­verðlauna Norður­landaráðs árið 2022. Þá var plat­an Orchestr­al Works val­in ein af 15 markverðustu plöt­um árs­ins 2024 hjá The New Yor­ker.