Sýn­ing Jónu Hlíf­ar Hall­dórs­dótt­ur Al­verund verður opnuð í dag kl. 15 í Hafn­ar­borg. „Á sýn­ing­unni vinn­ur Jóna Hlíf með sam­spil texta og mynda og kann­ar sköp­un­ar­mátt tungu­máls­ins – hvernig það teng­ir okk­ur og ger­ir okk­ur fært að tjá okk­ur, …
Alverund Jóna Hlíf vinnur með samspil texta og mynda í verkum sínum.
Al­verund Jóna Hlíf vinn­ur með sam­spil texta og mynda í verk­um sín­um. — Ljós­mynd/​Jóna Hlíf Hall­dórs­dótt­ir

Sýn­ing Jónu Hlíf­ar Hall­dórs­dótt­ur Al­verund verður opnuð í dag kl. 15 í Hafn­ar­borg. „Á sýn­ing­unni vinn­ur Jóna Hlíf með sam­spil texta og mynda og kann­ar sköp­un­ar­mátt tungu­máls­ins – hvernig það teng­ir okk­ur og ger­ir okk­ur fært að tjá okk­ur, auk þess hvernig merk­ing flæðir á milli menn­ing­ar­heima. Þannig tekst hún á við það hvað það þýðir að vera mann­eskja og hvernig tungu­málið mót­ar skiln­ing okk­ar á heim­in­um, hug­mynd­ir okk­ar um eigið sjálf og veru­leika,“ seg­ir í til­kynn­ingu. Jóna Hlíf út­skrifaðist frá fag­urlista­deild Mynd­lista­skól­ans á Ak­ur­eyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í list­kennslu frá Lista­há­skóla Íslands árið 2013. Mynd­list Jónu Hlíf­ar hef­ur snú­ist um að kanna hug­mynd­ir um tíma, verund og ímynd með hliðsjón af lýs­ingu, rými og fram­setn­ingu. Sýn­ing­ar­stjóri er Hólm­ar Hólm. Sýn­ing­in stend­ur til 25. maí. Opið er alla daga nema þriðju­daga kl. 12-17.