Laug­ar­ás­bíó og Smára­bíó Black Bag ★★★★· Leik­stjórn: Steven Soder­bergh. Hand­rit: Dav­id Koepp. Aðalleik­ar­ar: Cate Blanchett, Michael Fass­bend­er, Marisa Abela, Tom Burke, Na­omie Harris, Regé-Jean Page og Pierce Brosn­an. Banda­rík­in, 2025. 94 mín.
Hugguleg Cate Blanchett og Michael Fassbender í hlutverkum hjónanna Kathryn og George í Black Bag í leikstjórn Stevens Soderbergh.
Huggu­leg Cate Blanchett og Michael Fass­bend­er í hlut­verk­um hjón­anna Kat­hryn og Geor­ge í Black Bag í leik­stjórn Stevens Soder­bergh.

kvik­mynd­ir

helgi snær

sig­urðsson

Banda­ríski leik­stjór­inn Steven Soder­bergh er með þeim af­kasta­meiri í fag­inu, hef­ur leik­stýrt á fjórða tug kvik­mynda og það af ýmsu og ólíku tagi. Einna þekkt­ast­ur er hann fyr­ir Oce­ans-mynd­irn­ar þrjár, með fé­lög­un­um Brad Pitt og Geor­ge Cloo­ney sem voru gam­an­sam­ar og sval­ar spennu­mynd­ir en líka öllu al­var­legri verk á borð við Sex, Lies and Vi­deotape (1989), Traffic (2000), Erin Broc­kovich (2000) og Solar­is (2002).

Out of Sig­ht (1998), ein af vin­sæl­ustu mynd­um leik­stjór­ans, var aðlög­un að skáld­sögu Elmore Leon­ard og sú fyrsta frá hon­um í flokki glæpa­mynda með róm­an­tísku ívafi. Í þann flokk mætti ef­laust setja nýj­ustu mynd Soder­berghs, Black Bag eða

...