Laugarásbíó og Smárabíó Black Bag ★★★★· Leikstjórn: Steven Soderbergh. Handrit: David Koepp. Aðalleikarar: Cate Blanchett, Michael Fassbender, Marisa Abela, Tom Burke, Naomie Harris, Regé-Jean Page og Pierce Brosnan. Bandaríkin, 2025. 94 mín.

Hugguleg Cate Blanchett og Michael Fassbender í hlutverkum hjónanna Kathryn og George í Black Bag í leikstjórn Stevens Soderbergh.
kvikmyndir
helgi snær
sigurðsson
Bandaríski leikstjórinn Steven Soderbergh er með þeim afkastameiri í faginu, hefur leikstýrt á fjórða tug kvikmynda og það af ýmsu og ólíku tagi. Einna þekktastur er hann fyrir Oceans-myndirnar þrjár, með félögunum Brad Pitt og George Clooney sem voru gamansamar og svalar spennumyndir en líka öllu alvarlegri verk á borð við Sex, Lies and Videotape (1989), Traffic (2000), Erin Brockovich (2000) og Solaris (2002).
Out of Sight (1998), ein af vinsælustu myndum leikstjórans, var aðlögun að skáldsögu Elmore Leonard og sú fyrsta frá honum í flokki glæpamynda með rómantísku ívafi. Í þann flokk mætti eflaust setja nýjustu mynd Soderberghs, Black Bag eða
...