Sönghópurinn Cantores Islandiae flytur brot úr „Þorlákstíðum“ auk söngva úr íslenskum og evrópskum handritum frá 15. öld til heiðurs Maríu guðsmóður. Í kynningu segir að Þorlákur Þórhallsson Skálholtsbiskup og María hafi gegnt mikilvægu…

List Tónleikarnir fara fram í Eddu.
Sönghópurinn Cantores Islandiae flytur brot úr „Þorlákstíðum“ auk söngva úr íslenskum og evrópskum handritum frá 15. öld til heiðurs Maríu guðsmóður. Í kynningu segir að Þorlákur Þórhallsson Skálholtsbiskup og María hafi gegnt mikilvægu hlutverki í daglegu lífi Íslendinga á miðöldum. Frítt er á tónleikana sem fara fram í Eddu og hefjast þeir í dag kl. 15.