Fé­lag um átjándu ald­ar fræði held­ur málþing í dag, laug­ar­dag, með yf­ir­skrift­inni „Nýj­ar rann­sókn­ir í þjóðfræði“ í Þjóðar­bók­hlöðunni, fyr­ir­lestra­sal á 2. hæð. Hefst það kl. 13.30. Flutt verða nokk­ur er­indi, það fyrsta fjall­ar um birt­ing­ar­mynd­ir…
Þjóðarbókhlaðan Málþing fer fram í henni á 2. hæð í dag, 5. apríl.
Þjóðar­bók­hlaðan Málþing fer fram í henni á 2. hæð í dag, 5. apríl. — Morg­un­blaðið/Ó​mar

Fé­lag um átjándu ald­ar fræði held­ur málþing í dag, laug­ar­dag, með yf­ir­skrift­inni „Nýj­ar rann­sókn­ir í þjóðfræði“ í Þjóðar­bók­hlöðunni, fyr­ir­lestra­sal á 2. hæð. Hefst það kl. 13.30.

Flutt verða nokk­ur er­indi, það fyrsta fjall­ar um birt­ing­ar­mynd­ir kvenna í ís­lensk­um þjóðsög­um, næsta um sagna­skemmt­an­ir og fé­lags­líf kvenna í torf­bæj­ar­sam­fé­lag­inu, það þriðja um listæv­in­týri í evr­ópsku sam­hengi og á Íslandi og það fjórða um áhrif Guðbrands Vig­fús­son­ar á þjóðsagna­safn Jóns Árna­son­ar.

Fund­ar­stjóri verður Ása Ester Sig­urðardótt­ir sagn­fræðing­ur og tek­ur flutn­ing­ur hvers er­ind­is um 20 mín­út­ur, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.