Bruce Springsteen hef­ur nú ákveðið að leyfa aðdá­end­um sín­um að njóta sjö nýrra platna sem eru að fullu til­bún­ar en hafa aldrei áður verið gefn­ar út. BBC grein­ir frá og hef­ur eft­ir tals­mönn­um Sony Music að upp­tök­urn­ar, sem séu frá ár­un­um 1983-2018,…
Bruce Springsteen
Bruce Springsteen

Bruce Springsteen hef­ur nú ákveðið að leyfa aðdá­end­um sín­um að njóta sjö nýrra platna sem eru að fullu til­bún­ar en hafa aldrei áður verið gefn­ar út. BBC grein­ir frá og hef­ur eft­ir tals­mönn­um Sony Music að upp­tök­urn­ar, sem séu frá ár­un­um 1983-2018, nái yfir stór­an hluta fer­ils Springsteens og veiti því ómet­an­lega inn­sýn í líf hans og starf sem lista­manns. Þar á meðal eru prufu­upp­tök­ur af sam­spili sem leiddi til lags­ins „Born in the U.S.A.“ sem varð að einu vin­sæl­asta lagi ní­unda ára­tug­ar­ins en það kom út árið 1984 og skaut Springsteen ræki­lega upp á stjörnu­him­in­inn. „Ég hef spilað þessa tónlist fyr­ir sjálf­an mig og nána vini í mörg ár,“ sagði Springsteen í yf­ir­lýs­ingu, spurður út í „týndu“ plöt­urn­ar. „Ég er ánægður með að þið fáið nú loks­ins tæki­færi til að hlusta á þær. Ég vona að þið hafið gam­an af þeim.“